fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Miley Cyrus kærð og krafin um bætur – Sökuð um að stela þekktu lagi Bruno Mars

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 17. september 2024 21:30

Mars stendur ekki sjálfur að lögsókninni. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppstjarnan Miley Cyrus hefur verið kærð fyrir höfundarréttarbrot fyrir lagið Flowers sem kom út í fyrra. Það er fyrir að hafa stolið bútum úr lagi Bruno Mars frá árinu 2013.

TMZ greinir frá þessu.

Flowers, lag sem Miley Cyrus gaf út í fyrra, fór rakleitt á toppinn á vinsældalistum vestra. Auk þess vann hún Grammy verðlaun fyrir lagið, í flokknum besta popp-frammistaðan en lagið var einnig tilnefnd sem besta lag ársins.

Nú hefur hins vegar skugga verið varpað á velgengnina því að Cyrus hefur verið kærð fyrir lagastuld. Cyrus er einn af þremur skráðum lagahöfundum lagsins Flowers.

Lagið er sagt líkjast grunsamlega mikið laginu When I Was Your Man, sem Bruno Mars flutti og samdi í samstarfi við þrjá aðra lagahöfunda. Mars á hins vegar ekki réttinn að laginu heldur fjárfestingarfyrirtæki sem kallast Tempo Music Investments. En Mars seldi réttinn að laginu og mörgum öðrum árið 2020.

Að sögn fjárfestingarfyrirtækisins þá er laglínan í báðum lögum mjög svipuð, bæði í erindinu og viðlaginu. Einnig hljómaframvinda lagsins og meira að segja textinn. Lagið Flowers gæti ekki hafa orðið til nema vegna When I Was Your Man.

Krafist er skaðabóta en ekki tiltekin nein upphæð í því samhengi. Einnig að Cyrus og útgáfufyrirtæki hennar sé meinað að dreifa laginu Flowers eða að flytja á tónleikum.

Í meðfylgjandi myndböndum má heyra lögin tvö.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“