fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Vala Grand um eiginleikana sem hún sækist eftir í fari karlmanna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 24. ágúst 2024 10:30

Vala Grand. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin frábæra Vala Grand er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún ræðir um stefnumótalífið, hverju hún leitar að í fari karlmanna og hverju hún nennir alls ekki.

Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan en smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni eða hér til að hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Þátturinn var tekinn upp í júní 2024, á þeim tíma var Vala einhleyp og svör hennar í samræmi við það. Í sumar kynntist hún síðan draumaprinsinum, Brynjólfi Gunnarssyni, og byrjuðu þau saman fyrr í ágúst.

„Ég er kominn á þennan stað í lífinu að ég er að deita til að giftast. Ég er alveg með lista hérna, ef einhver gæi reynir að tala við mig, bara hvað viltu? Ég kem mér beint að efninu,“ segir Vala í Fókus.

Vala hvetur þær konur sem sækjast í skuldbindingu og langtímasambönd að búa til lista. „Vertu alveg hörð á því,“ segir hún.

Aðspurð hvað sé á hennar lista, hvaða eiginleika karlmaður þarf að hafa til að vera með henni segir hún:

„Húmor klárlega, klárlega duglegur í ræktinni og að stundar vinnuna vel,“ segir Vala.

„Ef ég á að vera hreinskilin þá er það bara þetta, og heiðarlegur gæi. Ef eitthvað bjátar á þá er hann til staðar.“

„Þá ertu ekki fyrir mig“

Vala hefur verið opin með kynleiðréttingarferli sitt í næstum einn og hálfan áratug. Hún segir það ekki hafa haft áhrif á stefnumótalíf hennar því hún kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd.

„Ég mun alltaf segja við hvern sem er: Hæ, ég er trans. Ef það er off, þá bæ, þá ertu ekki fyrir mig. Ef þú ert feiminn gæi og ert að spá hvað annað fólk er að hugsa þá ertu ekki heldur fyrir mig. Ég þarf ekki einhvern svona veikgeðja. Ég þarf góðan mann sem er alveg sama og er bara að lifa sínu lífi, þannig gæjum enda ég alltaf með.“

Vala ræðir nánar um föðurmissinn, lífið og margt fleira í þættinum sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.

Fylgstu með Völu Grand á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Hide picture