fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fókus

Þorgrímur selur rómantíska eign

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. júní 2024 12:10

Þorgrímur Þráinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru hefur sett íbúð sína að Tunguvegi í Reykjavík á sölu. 

Íbúðinni er lýst sem rómantískri eign í sölulýsingu eignarinnar. Þorgrímur er þekktastur fyrir fjölmargar vinsælar og verðlaunaðar barna- og ungmennabækur, en árið 2007 gaf hann út bókina Hvernig gerirðu konuna þína hamingjusama: skemmtilegra kynlíf, fallegri samskipti, meira sjálfsöryggi þannig að rómantískur andi skáldskapargyðjunnar svífur yfir eigninni.

Fasteignin er  180,2 fm á tveim­ur hæðum, hæð og ris, þar af 32,6 fm bílskúr. Búið er að breyta bílskúrnum í vinnustofu. Húsið er byggt árið 1960, bílskúrinn 2023, og ásett verð er 135 milljónir króna. 

Eignin skiptist í anddyri, hol, eldhús, borðstofu og tvær stofur, önnur er notuð sem herbergi, á hæðinni. Út frá stofu er verönd  sem snýr á móti suðri. Í risi er fjögur svefnherbergi, hol og baðherbergi. 

Byggingu vinnustofu/bílskúrs/herbergis, var lokið árið 2023. Þar er flísalagt baðherbergi og tengingar fyrir eldhúsi. Eignin á forkaupsrétt á íbúð á jarðhæð.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni
Fókus
Fyrir 1 viku

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“