fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Átrúnaðargoðin felld í sláandi heimildaþáttum um Carter-bræður – Segir Nick hafa viljað endurleika klám sem var svo hrottalegt að hún sleit sambandinu

Fókus
Þriðjudaginn 28. maí 2024 16:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræðurnir og fyrrum hjartaknúsararnir Nick og Aaron Carter eru viðfangsefni heimildaþáttanna Fallen Idols: Nick and Aaron Carter. Sjónunum er beint að Nick í þeim tveimur þáttum sem þegar hafa verið birtir og þar er rætt við tvær konur sem hafa sakað söngvarann um kynferðisbrot. Eins er rætt við fyrrverandi kærustu þessa fyrrum átrúnaðargoðs sem segir hann hafa verið blindaðan af frægð og forréttindum.

Nick Carter er þekktastur fyrir að vera meðlimur í drengjasveitinni Backstreet Boys. Hann var óharðnaður unglingur þegar sveitin sló í gegn og segja konurnar sem rætt er við í þáttunum að það vald og þau forréttindi sem frægðinni fylgdu hafi stigið honum til höfuðs. Hann hafi fljótt vanist því að ná sínu fram og ekki tekið nokkuð mark á því þegar sagt var nei við  hann.

Ég vil ekki kynlíf

Melissa Schuman var á þessum árum söngkona í stúlknasveitinni Dreams. Hún kynntist Nick þegar sveitin var að stíga sín fyrstu skref og lýsir því að hafa upplifað mikið valdaójafnvægi í samskiptum við Nick. Meira að segja útgefandi hennar hafi lagt hart að henni að byrja með tónlistarmanninum, þó svo að hún ætti nú þegar kærasta. Þar sem Nick hafði þegar slegið í gegn fannst henni hún ekki geta sagt nei þegar Nick reyndi að vingast við hana. Þannig hafi hún endað heima hjá honum þar sem hann hafi nauðgað henni. Hún hafi ítrekað sagt nei og tilkynnt honum að hún hefði engan áhuga á að stunda kynlíf fyrir hjónaband. Hann hafi þvingað hana til að bæði taka við og til að veita munnmök áður en hann svo nauðgaði henni í gegnum leggöng.

„Ég man að hann var að kyssa mig á meðan ég sagði: Ég vil ekki stunda kynlíf. Ég er að spara mig fyrir hjónaband. Ég vil ekki kynlíf, ég vil ekki kynlíf. Ég sagði þetta svo oft. Að ég væri að spara mig fyrir framtíðar eiginmann minn. Þá sagði hann bara að hann gæti verið eiginmaður minn. Og þetta var bara ógeðslegt, og þá fann ég að hann stakk einhverju inn í mig. Ég sá ekki hvað það var, ég reyndi ekki einu sinni að horfa. Ég spurði bara: Nick hvað var þetta? og hann sagði: Þetta er allt ég, elskan. Og hausinn á mér snerist í hringi. Ég bara trúði ekki að þetta væri að gerast. Þá loks spyr hann: „Þú ert ekki að fíla þetta, er það nokkuð?“ og ég svaraði: „Nei“ og þá fór hann af mér. Ég man hversu þreytt ég var og að hafa hugsað með sjálfri mér að þetta væri bara vondur draumur, þetta hefði ekki verið raunverulegt. Þetta var svo vanhelgun, það væri bara engin leið að komast yfir þetta.“

Melissa er ekki ein um að saka Nick um kynferðisofbeldi og hún var ekki sú fyrsta. Árið 2003 kærði 15 ára stúlka hann fyrir nauðgun. Stúlkan, sem er í dag kona á fertugsaldri, stígur fram í þáttunum í skjóli nafnleyndar og segir að Nick hafi nauðgað henni í tvígang árið 2003. Hann hafi í bæði skiptin dælt í hana áfengi og þvingað hana til að hafa við sig samfarir þrátt fyrir ítrekaðar neitanir hennar. „Ég man að ég fann fyrir þrúgandi þrýsting því þarna var um að ræða manneskju sem var frægur, eldri maður sem hafði miklu meiri reynslu en ég,“ segir konan en Nick var 23 ára þegar meint brot áttu sér stað.

Enginn sagði nei við hann

Söngkonan Kaya Jones, sem gerði garðinn frægan í stúlknasveitinni Pussycat Dolls, stígur einnig fram í þáttunum. Hún og Nick voru saman á árunum 2004-2005. Hún fer yfir samband þeirra og tekur fram að Nick hafi verið stuðningsríkur kærasti á erfiðum tíma í hennar lífi. Líf hans og framkoma hafi þó litast af því að hann var á þessum tíma stórstjarna og því hafi fylgt vald sem litaði persónuleika hans. „Engin sagði nei við meðlimi Backstreet Boys. Þeir gátu gert það sem þeim sýndist, voru gífurlega heimtufrekir og höfðu öfgakennd forréttindi,“ segir Kaya og jafnvel þó Nick legði aldrei á hana hendur þá hafi hann misst stjórn á reiði sinni fyrir framan hana, lamið í veggi og sýnt mikla afbrýðisemi. „Þetta voru eins og frekjukast í barni. Hann heimtaði að fá sitt fram, og þannig var það. Ég bara trúði því varla hversu langt hann gekk.“

Dag einn kom Kaya heim úr ferðalagi og kom þá að Nick að skoða klám í fartölvu sinni. Hann sýndi henni hvað hann var að horfa á og gaf til kynna að hann vildi leika eftir það sem var að eiga sér stað á myndbandinu. Kaya neitaði að fara nánar í saumana á því hvað hann var nákvæmlega að biðja um en tekur fram að hún hafi harðneitað. „Guð minn góður, ég vildi ekki sjá þetta. Hann sagði að ég þyrfti að gera þetta fyrir hann. Ég elskaði hann svo mikið, en ég gat ekki gert þetta. Ég sagði honum það, að ég gæti þetta ekki.“

Kaya brast í grát á þessum tímapunkti í viðtalinu. Hún hafi aldrei opnað sig um þetta áður. Það sem Nick hafi viljað hafi farið langt út fyrir þægindamörk hennar. „Og hann varð um leið mjög andstyggilegur. Svo þarna áttaði ég mig á því að ég gæti ekki verið með þessari manneskju. Þetta var ástarsorg. Ég man að þegar ég fór frá honum þá spurði hann hvort ég ætlaði í alvörunni að særa hann og lofaði að særa mig á móti. Eins og í öllum samböndum þá veit maður hluti um maka sinn sem gætu rústað lífi þeirra.“

Kaya segist trúa Melissu Schuman og hafi gert það strax þegar Melissa steig fram með ásakanir sínar í bloggfærslu árið 2017.

Nick hefur neitað sök allt frá því að Schuman steig fyrst fram. Þau hafi átti í nánum samskiptum með fullu samþykki og þátttöku beggja. Nick bendir á að eftir þetta meinta brot hafi hann og Schuman tekið upp lag og flutt það saman. Hann hafi verið tillitssamur í öllum samskiptum við söngkonuna.

Melissa útskýrir að hún hafi á þessum tíma verið að berjast í bökkum með að koma sveit sinni á framfæri. Hún gat því ekki neitað þegar henni bauðst að taka upp dúett með Nick en var þó fullvissuð um að hún þyrfti ekki að mæta honum í upptökuverinu. Þau hafi svo flutt lagið saman bara einu sinni og hún hafi þá verið ein taugahrúga og ekki svo mikið sem horft í augu hans. Það hafi verið þeirra seinustu samskipti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“