Listamaðurinn Hannah Uzor málaði myndina, sem er á forsíðu tímaritsins Tatler fyrir júlímánuð.
Katrín, sem er að berjast við krabbamein, sat ekki fyrir myndina en Uzor fór í gegnum mörg þúsund myndir af henni til að fanga svip hennar.
„Ég eyddi miklum tíma í að horfa á hana, horfa á myndir af henni, horfa á myndbönd af henni, sjá hana með fjölskyldu sinni, sjá hana í diplómatískum heimsóknum, sjá hana þegar hún er að róa eða heimsækja barnaspítalann,“ sagði Uzor í myndbandi á Instagram-síðu Tatler.
Fjölmiðillinn notaði orðin: „Styrkur, reisn og hugrekki,“ til að lýsa myndinni en netverjar höfðu allt aðrar hugmyndir.
„Ég er fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd, Katrín er miklu fallegri en þetta,“ sagði einn.
„Mjög léleg mynd sem fangar hvorki fegurð né fágun prinsessunnar okkar,“ sagði annar.
„En skelfileg mynd af fallegri konu,“ sagði annar netverji.
Sumir voru ekki vissir hvort Tatler væri að grínast eða ekki.
„Er þetta brandari,“ spurðu einhverjir.
En það voru ekki allir á móti verkinu og hrósuðu sumir því. „Mjög fallegt,“ sagði einn.
Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.
View this post on Instagram