fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

17 milljón króna brúðarkjóll Meghan Markle sem drottningunni fannst „of hvítur“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. maí 2024 17:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 30 milljón manns um allan heim horfðu á í beinni útsendingu þegar Harry Bretaprins og Meghan Markle játuðust hvort öðru fyrir guði og mönnum þann 19. maí 2018 í St. Georges kapellunni í Windsor kastala.

Eftirvæntingin dagana fyrir brúðkaupið var mikil og veltu margir fyrir sér hvaða kjól Markle myndi velja sér fyrir stóra daginn. Að lokum valdi Markle að vinna með franska tískuhúsinu Givenchy og Clare Waight Keller, listrænum stjórnanda. Hertogaynjan hrósaði glæsilegri fagurfræði hönnuðarins, óaðfinnanlegu klæðskerasniði og afslappaðri framkomu hennar.

Clare Waight Keller

Kjólinn var látlaus með langar ermar með hálsmáli sem endurspeglaði klassískan persónulegan stíl Markle. Kjóllinn kostaði 100.000 pund eða um 17,6 milljónir króna og hentaði afullkomlega „áreynslulausum amerískum stíl“ hennar,“ sagði Waight Keller, sem sagði kjólinn  „ekki of kvenlegan, en ekki lítið kvenlegan heldur.“

Elísabet II drottning taldi að kjóllinn væri „of hvítur“ til að Markle, sem þá var fráskilin, gæti klæðst honum í kirkju. Konunglegi fréttaskýrandinn Ingrid Seward sagði í nýlegri bók sinni Móðir mín og ég: „Að mati drottningarinnar var það ekki við hæfi að fráskilinn einstaklingur sem giftist aftur í kirkju myndi líta alveg út fyrir að vera hrein mey.“

Innblásin af hrifningu Markle í garð Audrey Hepburn, vísar kjóllinn til kjóls Givenchy í kvikmyndinni Funny Face frá 1957. Hreinar línur kjólsins leggja áherslu á hálsínuna, sem rammar inn axlirnar, og grannt mitti Markle. Sjálft bætti hún við persónulegum blæ og saumaði stykki af bláu ginham efni úr kjólnum sem hún klæddist á fyrsta stefnumótinu í faldi brúðarkjólsins.

50 manna teymi varði 3.900 klukkustundum í að hanna og sauma kjólinn, sem Markle mátaði átta sinnum á fjögurra mánaða tímabili. Þurfti starfsfólkið að þvo sér reglulega um hendurnar til að koma í veg fyrir að mislita efnið.

„Okkur langaði að búa til tímalausan kjól sem myndi leggja áherslu á handbragð Givenchy í gegnum sögu þess, ásamt því að vísa til nútímans með fallegum línum og sniði, sagði Waight Keller. „Fíngerð brúðarslörið með blómasniði var eitthvað sem Markle og ég sáum fyrir okkur og ég notaði silkitjúll í það.“ Fimm metra langt brúðarslörið var skreytt blúndu sem sýndi gróður frá hverju 53 samveldislandanna.

Elísabet II drottning lánaði Markle tíöru Maríu drottningar, sem smíðuð var árið 1932 og einnig klæddist Markle brúðarskóm frá Givenchy.

Harry og Markle völdu bandaríska biskupinn séra Michael Curry til að flytja hrífandi prédikun sem heillaði áhorfendur um allan heim. Thomas Markle, faðir Meghan, dró sig út á síðustu stundu og í staðinn leiddi Karl konungur, þá prins af Wales, Markle að altarinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“