fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Þetta eru forsetaframbjóðendurnir að horfa á í sjónvarpinu…..þegar þeir hafa tíma

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 19. maí 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta eru forsetaframbjóðendurnir að horfa á í sjónvarpinu…..þegar þeir hafa tíma

Það eru aldrei nógu mikið af hjálplegum ráðum varðandi gott sjónvarpsefni. Sjálfsagt er ekki mikill tími hjá forsetaframbjóðendunum til að kasta sér fyrir framan imbann þessa dagana en þó gefst kannski hálftími hér og þar.

DV spurði forsetaframbjóðendurna hvað þeir væru að horfa á á streymisveitunum.

„Er fyrst núna að kíkja á Euphoria,“ segir Viktor Traustason.

Euphoria, HBO, unglingadrama, 2 seríur.

Arnar Þór Jónsson er ekki mikið fyrir sjónvarpsþætti. „Það eina sem ég horfi á í sjónvarpi er enski boltinn,“ segir hann.

„Ég er að horfa á Ozark,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir.

Ozark, Netflix, glæpaþættir, 4 seríur.

„Ég hef mikið dálæti af leiknum heimildamyndum og þáttum og er núna að horfa á þætti á Netflix um Alexander mikla,“ segir Baldur Þórhallsson.

Alexander: The Making of a God, Netflix, sögulegt drama, 1 sería.

Eiríkur Ingi Jóhannsson horfir mikið á Star Wars. „Það kemur sjaldan eitthvað út á Disney en var í Star Wars:Bad Batch og alla hina Star Wars þættina, Mandolorian var lang best af þessu. Svo lék Jessica Biel í flottum þáttum á FX/ STAR,“ segir Eiríkur. Á Netflix er það New Amsterdam og Yellowstone. „Horfi lang mest á Youtube eða Rumble á heimsmálaþætti.“

Star Wars: Bad Batch, Disney+, vísindaskáldskapur, 3 seríur.

Jón Gnarr hefur mesta reynslu af því að búa til sjónvarpsefni en hann er nú að horfa á bresku þættina Baby Reindeer.

Baby Reindeer, Netflix, tryllir, 1 sería.

„Það síðasta sem ég horfði á var teiknimyndin Wish með fjölskyldunni á langþráðu ,,kósý kvöldi”. Ég steinsofnaði yfir myndinni, sem á það til að gerast. Annars finnst mér gaman að taka heilu þáttaraðirnar með Kristjáni manninum mínum þegar tækifæri gefst. Allt frá Game of Thrones yfir í þætti eins og Aftureldingu og Venjulegt fólk,“ segir Halla Hrund Logadóttir.

Wish, Disney+, teiknimynd.

Halla Tómasdóttir segist ekki hafa neinn tíma til að horfa á sjónvarpið í þessa dagana í ljósi þess að hún sé í framboði. „Síðustu seríur sem við hjónin horfðum á voru Yellowstone og Bridgerton,“ segir hún.

Yellowstone, Netflix, vestri, 5 seríur.

„Ég elska Veru Stanhope,“ segir Helga Þórisdóttir. Sjálfsagt er Helga ekki ein um það.

Vera, RÚV, glæpaþættir, 13 seríur.

Katrín Jakobsdóttir er einnig að horfa á íslenska ríkisfjölmiðilinn. „Ég er nú bara að horfa á Babylon Berlin á RÚV….! En horfi samt iðulega á hvers konar glæpaþætti hvar sem þá er að finna,“ segir hún.

Babylon Berlin, RÚV, tryllir, 4 seríur.

 

„Ekkert sem stendur,“ svarar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart