fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Valgerður kenndi sér um í mörg ár þegar gerandi hennar framdi sjálfsvíg – Segir þolendur hans vera marga

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. maí 2024 13:29

Skjáskot/YouTube @fullordins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgerður Bachmann var misnotuð í æsku en í mörg ár vissi hún ekki að það sem væri verið að gera við hana væri rangt. Hún man augnablikið þegar hún komst að sannleikanum. Valgerður, sem er spámiðill, er gestur Kiddu Svarfdal í hlaðvarpinu Fullorðins.

Valgerður var heima hjá vinkonu sinni þegar pabbi vinkonu hennar varð skyndilega bálreiður yfir frétt í sjónvarpinu um að barnaníðingur hefði verið sýknaður.

Í kjölfarið fóru þær vinkonurnar að tala saman um málið og hafði Valgerður ekki hugmynd um hvað misnotkun væri eða hvað það væri að fara yfir kynferðisleg mörk einhvers. Vinkona hennar útskýrði þetta fyrir henni.

„Ég sagði: „Er það? Skrýtið, þetta er alltaf gert við mig.“ Hún missti andlitið,“ segir hún.

Vinkona hennar hvatti hana til að segja móður sinni frá, en Valgerður hikaði og fannst þetta ekki stórmál. „Þetta var bara eins og að borða seríós fyrir mér. Það var ekkert talað um þetta og maður var ekkert látinn vita [að þetta væri rangt]. En þetta var himnasending fyrir mig, að þetta hafi komið í fjölmiðlum. Það er fjölmiðlum að þakka að ég hafi fattað þetta. En ég sópaði þessu undir teppið. Þetta var ekki svona alvarlegt en vinkona mín ýtti í mig og sagði að ég þurfti að láta vita. En við fluttum tveimur mánuðum seinna.“

Skjáskot/YouTube @fullordins

Mamma hennar fékk taugaáfall

Valgerður hugsaði ekki meira um þetta fyrr en frænka hennar kom í heimsókn í sveitina.

„Ég spurði: „Er verið að misnota þig?“ Hún svaraði neitandi. Ég sagði: „Í alvöru, er þetta ekki eitthvað sem gerist fyrir alla.“ Ég hélt í alvörunni að þetta væri eðlilegt. Enda var ég ansi ung þegar þetta byrjaði. Ég er fyrst með minningar [um misnotkun] þar sem ég er fjögurra til fimm ára gömul,“ segir hún.

Frænkurnar fóru þá til móður Valgerðar og sannleikurinn komst upp á yfirborðið.

„Mamma fékk náttúrulega nett taugaáfall en á þessum tíma var ekki áfallahjálp. Þetta var árið 1998, þannig þú hoppaðir ekkert á netið og googlaðir eða neitt, og þetta var helgi þannig hún gat ekkert leitað sér upplýsinga neins staðar. Og þjóðfélagið einhvern veginn ekki í tengingu við þetta. En svo fengum við símtal, því mamma fór með þetta lengra, og það átti að taka einstaklinginn í yfirheyrslu en hann var ekki heima. Konan hans var heima og lögreglan lét vita af hverju hún væri þarna og konan lét manninn vita þegar hann kom heim hvert hann þyrfti að fara. Hann fór og framdi sjálfsvíg.“

Leið eins og hún hafi drepið hann

Maðurinn svipti sig lífi áður en hann var yfirheyrður. „Sem var eiginlega versti parturinn, því ég kenndi mér um að hafa drepið mann í ansi mörg ár.“

Valgerður segist vita til þess að hún sé ekki eini þolandi mannsins.  „Ég upplifði að mér væri trúað en: „Hvar er sönnunin?“ Þannig ég fór að leita […] Ég þurfti að kafa vel ofan í æskuna mína, augnablikin, lesa mikið í aðstæður og mætti segja að þetta hafi verið rannsóknarvinna sem ég fór í. Við erum ansi mörg sem erum [þolendur hans].“

Valgerður nafngreinir ekki manninn en segir að hann hafi tengst henni fjölskylduböndum en ekki verið blóðtengdur henni.

Hún ræðir þetta nánar í nýjasta þætti af Fullorðins sem má horfa á hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram