fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Fókus
Laugardaginn 4. maí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson birtist reglulega í fjölmiðlum vegna allra þeirra bolta sem hann heldur á lofti. Í seinni tíð er það vegna reksturs skemmtistaðarins b5 og Exit auk reksturs Nýju Vínbúðarinnar, ein af þeim netverslunum með bjór og vín sem nýtir sér glufu í áfengislögum.

Sverrir Einar hefur víða komið við en hann skaust fyrst fram á sjónarsviðið sem kaupandi að gulli í fórum landsmanna. Þá stundaði að verslun með demanta og eðalsteina frá Síerra Leóne og Lesótó, lánaði Íslendingum allt að 100 milljónir króna gegn veði í listaverkum og góðmálmum, stofnaði smálánafyrirtæki, starfsmannaleigu, seldi fasteignir, átti og rak pizzustað, brunchstaðinn vinsæla Þrastarlund

Í apríl 2022 var greint frá dómi sem féll gegn Sverri Einari varðandi meiriháttar brot á skattalögum í starfsemi sinni og glíman við skattayfirvöld hefur haldið áfram því á dögunum var áðurnefndum fyrirtækjum hans lokað og reksturinn innsiglaður í nokkrar vikur. Þá var greint frá myndbandi af því þar sem Sverri Einar var leiddur út í lögreglubíl í járnum.

Hefur Sverrir sakað lögreglu um að fara offari í aðgerðum sínum eftir að hafa kært lögreglumann fyrir brot í starfi.

Sat saklaus í varðhaldi í 100 daga

Slíkar glímur við lögregluyfirvöld virðast þó fylgja ættinni, sem og áhuginn á rekstri skemmtistaða,  því afi Sverris Einars, Sigurbjörn Eiríksson, upplifði hvoru tveggja . Þekktasta dæmið er aðkoma hans að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu en Sigurbjörn, sem rak skemmtistaðinn Klúbbinn við Borgartún, var einn þeirra svokölluðu Klúbbsmanna sem var sakaður um að hafa verið viðriðinn hvarf Geirfinns á sínum tíma. Sat hann ásamt félögum sínum saklaus í varðhaldi í 100 daga en að lokum var kveðinn upp dómur gegn þremur sakborningum fyrir að bera upp rangar sakir á þá Klúbbsmenn. Eins og aðrir fékk Sigurbjörn greiddar bætur fyrir misgjörðina en málið reyndist honum þungbært og jafnaði hann sig aldrei af því að fullu.

Sigurbjörn var umsvifamikill athafnamaður og áberandi í skemmtanalífi Íslendinga. Tók hann að láta að sér kveða í Reykjavík um 1960 þegar hann tók við rekstri Vetrargarðsins í Tívolíinu í Vatnsmýrinni. Að þeim kafla loknum, 1963, tók hann við rekstri Glaumbæjar og gerði að stærsta og vinsælasta skemmtistað landsins. Þá rak Sigurbjörn, eins og áður segir. síðar Klúbbinn við Borgartún og fleiri staði, auk þess að standa í annars konar rekstri, svo sem andarækt, hrossarækt og fleiru.

Í Vetrargarðinum var jafnan lifandi tónlist á boðstólum og sömuleiðis í Glaumbæ þar sem margar af vinsælustu hljómsveitum þess tíma léku fyrir dansi. Má þar nefna Hljóma, Óðmenn og Dúmbó & Steina. Glaumbær brann 1971 og varð þá frægt hljómsveitin Náttúra missti öll sín hljóðfæri og græjur. Í Klúbbnum við Borgartún léku líka margar af vinsælustu hljómsveitum þess tíma léku fyrir dansi. Má þar nefna Hljóma, Óðmenn og Dúmbó & Steina. Glaumbær brann 1971 og varð þá frægt hljómsveitin Náttúra missti öll sín hljóðfæri og græjur. Í Klúbbnum við Borgartún léku líka margar af vinsælustu hljómsveitum landsins, Haukar, Júdas og fleiri.

Líkt og afabarnið var Sigurbjörn umdeildur og fékk dóma fyrir ávísanamisferli, söluskattsvik og bókhaldsóreiðu en hann sat einnig einnig undir ámæli fyrir að hleypa alltof mörgum gestum inn á staði sína og að gæta ekki nógu vel að aldri gesta sinna, sem fengu margir afgreiðslu á börum staðanna án þess að hafa til þess aldur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fær annað tækifæri til að finna ástina

Fær annað tækifæri til að finna ástina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kári útskýrir af hverju hann er ekki í stjórnmálum – „Ertu vitlaus drengur?“

Kári útskýrir af hverju hann er ekki í stjórnmálum – „Ertu vitlaus drengur?“