Bandaríska leikkonan Anne Hathaway fagnaði nýverið fimm ára edrúafmæli.
„Ég tala venjulega ekki um þetta, en ég hef verið edrú í fimm ár,“ sagði hún í viðtali við New York Times.
Hún sagði að það væru margvíslegar ástæður fyrir því að hún hafi hætt að dreka. Eins og að líkaminn hennar brást illa við áfengi og hún vildi vera meira til staðar fyrir syni hennar, sem eru átta ára og fjögurra ára.
„Ég vissi innst inni að þetta væri ekki fyrir mig,“ sagði hún við Vanity Fair.
„En mér fannst það eitthvað svo öfgafullt að segja: „En ekkert?“ En ekkert. Ef þú hefur ofnæmi fyrir einhverju þá rökræðir þú ekki gegn því. Þannig ég hætti að gera það.“
Anne sagðist vera ánægð með ákvörðun sína.
„Mín persónulega upplifun er að allt er betra þegar þú ert edrú. Fyrir mig þá snerist áfengisneysla um að dvelja í sjálfsvorkunn, og ég vil ekki vorkenna sjálfri mér.“