fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Anna Gundís segir þetta vera algengustu mistökin við að taka sjálfsmynd

Fókus
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 15:29

Anna Gunndís sýnir hvernig á að gera þetta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan, handritshöfundurinn og leikstjórinn Anna Gunndís Guðmundsdóttir er með skothelt ráð þegar kemur að því að ná góðri sjálfsmynd.

Hún segir allt of marga gera sömu mistökin, að horfa ekki í linsuna. Hún segir það ekki aðeins gefa til kynna að fólk kunni ekki að taka góða mynd, heldur sé það vísbending um að viðkomandi sé óöruggur og of meðvitaður um eigið útlit. Hún útskýrir þetta í pistli á Vísi.

„Þetta var ekki vandamál fyrr en símar tóku við myndavélunum og við fórum öll að taka mynd af sjálfum okkur. Áður fyrr þá var fólk með myndavélar og þá horfði maður í átt að linsu á myndavélinni á meðan einhver annar tók af manni myndina. Það sama á við um símann, á honum er linsa og það er vert að leita að henni á símanum. Á mínum iPhone er hún þarna efst, vinstra megin við miðju,“ segir Anna Gunndís.

„Annars eru hér heilu kynslóðirnar að taka af sér mynd og stara á sjálf sig á meðan myndin er tekin: ÞAÐ ER RANGT. HORFA SKAL Í LINSUNA. EKKI Á MYNDINA SEM BIRTIST Á SKJÁNUM, HELDUR Í LINSU.

Annars lítiði öll út fyrir að vera að fá heilablóðfall. Það kemst alltaf upp um þig. Meðvitundin um eigið útlit að drepa þig. Horfðu í linsuna! Útkoman verður betri! Ég sver það!“

Ljósmyndakassi? Ekkert mál.

Anna Gunndís útskýrir einnig hvernig best sé að tækla ljósmyndakassa sem er vinsælt að hafa í veislum.

„SAMA AÐFERÐ! HORFA Í LINSU! Það er oft svona miði sem á stendur „LOOK HERE!“. Það þýðir HORFA HÉR! Í linsuna! Þetta er afkáralegt á hópmyndum þegar helmingur hópsins horfir á sjálfan sig og hinn helmingurinn horfir á „LOOK HERE!“. Það kemst þá upp um þau óöruggu með sjálfsefann og meðvitundina, bara geta ekki annað en athugað hvort þau séu ekki ægilega sæt. RANGT, EKKI SÆT HELDUR MEÐ HEILABLÓÐFALLSLÚKKIÐ. En það er allt betra ef þú bara horfir í linsuna.“

Fyrir þau sem þurfa að sjá þetta til að skilja þá birti Anna Gunndís tvær myndir, á vinstri myndinni horfir hún í linsuna.

„Hægri mynd: SJÁLFHVERFT HEILABLÓÐFALL,“ segir hún.

Anna Gunndís sýnir hvernig á að gera þetta.

„Nei, ég er ekki vond við þig. Ég er að hjálpa þér. Nú ferðu að skrolla og áttar þig á að allar myndirnar þínar eru ónýtar,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum