fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Fókus
Föstudaginn 26. apríl 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin The Shining hefur verið kölluð meistaraverk allt síðan hún kom fyrst út árið 1980. Þar fór leikkonan Shelley Duvall með eitt aðalhlutverkið. Þó að myndin hafi slegið í gegn bar þó ekki mikið á leikkonunni eftir þetta. Einhverju síðar sagði hún skilið við Hollywood og hefur síðar haldið sér út af fyrir sig og verið treg við að mæta í viðtöl.

Hún veitti þó viðtal nú í vikunni, það fyrsta í 22 ár. Hún ræddi við New York Times um tíma sinn í Hollywood og líf hennar síðan.

Duvall sagði skilið við leiklistina árið 2002 og segir ástæðuna vera þá að fólkið í Hollywood hafi sært hana.

„Ég var stjarna, ég var í aðalhlutverkum. Fólk heldur að þetta tengist því að eldast, en það er ekki rétt. Þetta er ofbeldi,“ sagði leikkonan en neitaði að fara nánar í saumanna á því hvers konar ofbeldi um ræðir heldur gaf til kynna að fólk hefði unnið sér inn traust hennar bara til að brjóta það síðar.

Leikkonan glímir vil erfiða heilsubresti. Hún sefur gjarnan í jeppa sínum sem er fullur af tómum umbúðum af skyndibita. Þetta gerir hún sökum þess að hún á erfitt með gang út af sykursýki og miklum bjúg. Hún hefur eins glímt við geðrænar áskoranir og í viðtalinu átti hún erfitt með að halda þræði, stökk úr einu yfir í annað og fór stundum skyndilega að þylja upp lagatexta.

Eiginmaður hennar sagði við miðilinn að fjölmiðlar hafi oft lagt mikla vinnu í að mála konu sína upp sem furðufugl. Vissulega hefur hann áhyggjur af henni, sérstaklega þegar hún sefur í bíl sínum. Taka verði þó mið af því að leikkonan sé með flókna áfallasögu á bakinu. Hún hafi misst heimili sitt í jarðskjálfta árið 1994 og þá fluttu hjónin til Texas til að hefja nýtt líf. Þá fór að halla undan andlegri heilsu hennar. Hún varð hrædd við allt og ekkert og vildi ekki vinna. Hún glímdi við ranghugmyndir, ofsóknaræði og óttaðist stöðugt að einhver vildi henni illt.

Hún fór að hringja í alríkislögregluna (FBI) í tíma og ótíma til að greina frá samsæriskenningum sínum. „Fólk hefur alltaf áhuga á hrakförum annarra,“ sagði maður Duvall. „Þetta er út um allt Internetið. „Sjáið hana núna“ og „Þið trúið því aldrei hvernig hún lítur út núna“. Allar stjörnur fá þessa meðferð.“

Duvall er þó ekki dauð úr öllum æðum og snýr aftur á stóra skjáinn í vor í kvikmyndinni The Forest Hills. Hún ber tökuliðinu góða söguna, en þau komu að fullu til móts við hreyfihömlun hennar. Til að auðvelda henni að taka þátt í verkefninu voru hennar atriði tekin upp á og við heimili hennar og hjólastóll sem hún notast við þegar hún er ekki undir stýri var skrifaður inn í handritið.

„Mig langaði að leika aftur og þessir gaurar voru alltaf að hringja svo á endanum sló ég til,“ sagði leikkonan sem er 74 ára að aldri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?