Hún var rísandi stjarna með rúmlega 300 þúsund fylgjendur á TikTok og hafði leikið í þáttunum Club Rat sem voru sýndir á streymisveitunni Amazon Prime. Evans var einnig á bak við hugmyndasmíð og gerð þáttanna.
Systir hennar, Lila, tilkynnti fráfall hennar á samfélagsmiðlum á sunnudaginn.
„Í gær fengum við fjölskyldan þær fréttir að yndislega, frábæra, hugmyndaríka, umhyggjusama og bráðfyndna Eva, fallega systir mín, er látin. Þó svo að sólarhringur sé liðinn þá er ég enn að flakka á milli þess að vera í afneitun og að taka þetta í sátt, ég veit að þetta sorgarferli á eftir að vera erfitt,“ sagði Lila.
Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.
View this post on Instagram
„Ég vildi óska þess að Lila væri hérna því hún myndi vita hvað ætti að segja, þannig ég verð stuttorð í þetta sinn en næstu daga munuð þið heyra meira frá mér um Evu og hvað hún skipti mig miklu máli. Heimurinn verður öðruvísi án hennar.“
Dánarorsök hennar hefur ekki verið opinberuð.
Eva átti fjölmarga aðdáendur sem eru í áfalli yfir fréttunum og rignir fallegum kveðjum við færslu Lilu.
„Lila, ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn,“ skrifaði áhrifavaldurinn Miranda Kahn.
„Ég samhryggist innilega. Ég sendi þér og fjölskyldu þinni svo mikla ást,“ sagði fyrirsætan Lameka Fox.