fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Fókus
Mánudaginn 22. apríl 2024 11:47

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar vinur minn sagði mér að eiginkona mín væri að halda framhjá mér ákvað ég að leggja fyrir hana gildru. Ég kom snemma heim úr vinnuferð og fann hana inni í svefnherbergi… með tveimur karlmönnum.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

„Ég er svo hneykslaður og reiður. Ég hef ekki talað við hana í rúmlega viku.“

Maðurinn er 42 ára og eiginkona hans er 39 ára. Þau hafa verið gift í tíu ár.

„Mig hefur grunað í dágóðan tíma að hún sé að halda framhjá en ég vildi ekki trúa því. Það voru ótal vísbendingar, hún var mjög leyndardómsfull, sýndi litla ástúð og samskipti voru léleg.

Síðan sagðist vinur minn þurfa að tala við mig og hann sagði mér hvað væri í gangi, að hann hefði fundið prófíl eiginkonu minnar á stefnumótasíðu. Ég varð reiður og sagði að hann hljóti að hafa gert mistök, en innst inni þá vissi ég að hann væri að segja sannleikann.

Ég er rútubílstjóri þannig ég er mikið í burtu frá heimilinu, sem gefur eiginkonunni góð tækifæri til að halda framhjá. Ég sagði henni að ég yrði í burtu í þrjá daga, en ég kom heim eftir tvo daga.“

Sannleikurinn bókstaflega tvöfalt verri

Hann óraði ekki fyrir því sem hann myndi sjá.

„Ég kom heim um miðjan dag og heyrði læti á efri hæðinni. Ég skalf allur og fór upp og opnaði dyrnar. Ég bjóst við því að sjá hana með elskhuga. Ég fékk áfall þegar ég sá hana nakta í rúminu með ekki bara einum, heldur tveimur karlmönnum. Ég sá rautt og þurfti að hlaupa niður og út áður en ég myndi kýla einhvern.

Ég hef ekki getað horft framan í hana síðan þá, hvað þá talað við hana. Hún er búin að biðjast ítrekað afsökunar en ég er of reiður og sár. Ég veit ekki hvað ég á að gera.“

Ráðgjafinn svarar:

„Það er oft erfitt að hugsa almennilega þegar maður er reiður og hneykslaður. En þú ert bara að lengja þetta með því að forðast eiginkonu þína, þetta vandamál á ekki eftir að leysa sig sjálft.

Þið þurfið að tala saman. Vertu hreinskilinn við hana um hvernig þér líður og spurðu af hverju hún hélt framhjá.

Það verður erfitt að komast yfir myndina sem þú hefur í huganum af henni með þeim. En ef þið viljið bæði endurbyggja traust og láta hjónabandið virka, þá er það mögulegt ef þið leggið bæði vinnuna í það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“