Kántrísöngvarinn og einn dómara raunveruleikaþáttanna American Idol Luke Bryant féll um koll á sviðinu þegar hann kom fram á Coast City Country Festival í Vancouver í Kanada um helgina.
Í myndbandi af atvikinu má sjá söngvarann detta um koll eftir að hann stígur á farsíma sem einn tónlistargesta fleygði upp á svið. Bryant er nokkra stund að brölta á fætur aftur, áður en hann hlær að atvikinu og fleygir símanum aftur til eigandans.
„Ég er allt í lagi,“ segir hann áður en hann snýr sér að farsímaeigandanum: „Lögfræðingurinn minn mun hringja.“
„Náði einhver þessu á símann?“ spyr hann síðan salinn og grípur síma annars tónleikagests þar sem hann skoðar myndband af atvikinu.
„Súmmaðu inn, súmmaðu inn. Ég þurfti eitthvað sem færi á flug á netinu,“ sagði Bryant.
Tónleikarnir héldu síðan áfram áfallalaust.