fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fókus
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 11:30

Hödd Vilhjálmsdóttir (t.v.) og Halla Hrund Logadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill hefur lýst yfir stuðningi við forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur orkumálastjóra. Nokkuð athyglisvert er í þessu samhengi að Hödd starfaði áður fyrir annan frambjóðanda, Sigríði Hrund Pétursdóttur, sem fjölmiðla- og samskiptastjóri, en lét af störfum.

Í Facebook-færslu þar sem Hödd lýsir yfir stuðningi við Höllu Hrund tekur hún fram að hún sé ekki á launaskrá hjá framboði Höllu Hrundar:

„Hlý, óumdeild, fjáranum skemmtilegri…og virðuleg, verður framtíð forsetaembættis Íslands ef þessi flotta kona hlýtur kosningu þann 1. júní næstkomandi. Ég er alls ekki á launaskrá en vil glöð setja nafn mitt við hennar framboð – alveg ókeypis. Kynntist Halla Hrund Logadóttir (þgf) í fyrsta bekk í Kvennó og það var ekki annað hægt en að laðast að manneskjunni sem hún er. Hef ekki hitt Höllu síðan en varð verulega glöð þegar ég sá að hún ætlar fram. Halla er eftirminnileg af góðu einu og fær mitt atkvæði. Við hana segi ég bara: „Áfram þú þarna!““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram