fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Samsæriskenningarsmiðir ekki af baki dottnir – Hvað varð um giftingarhringinn? Hvar eru fuglarnir? Og er þetta sama peysan og fyrir 7 árum?

Fókus
Þriðjudaginn 26. mars 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín prinsessan af Wales greindi frá því fyrir helgi að hún glímir við krabbamein.

Meinið fannst þegar hún gekkst undir aðgerð í byrjun árs. Þó svo læknar hafi skorið meinið í burtu þarf Katrín að gangast undir lyfjameðferð í forvarnaskyni. Með öðrum orðum stendur til að tryggja að meinið sér alveg farið og draga úr líkum á að það láti aftur á sér kræla.

Fyrst þurfti Katrín að jafna sig eftir aðgerðina svo ekki yrði of mikið álag á líkama hennar að hefja lyfjameðferðina. Eins tóku tíðindin eðlilega á fjölskylduna, en börn Katrínar eru 10, 8 og 5 ára.

Eftir að Katrín gekkst undir aðgerð í janúar gaf höllin frá sér tilkynningu þar sem sagði að hún yrði í leyfi frá skyldum sínum fram yfir páska. Almenningi þótti þetta óvenjulangur tími, en breska konungsfjölskyldan hefur iðulega haldið leyfum í lágmarki.

Samsærin settu allt á hliðina

Ekki leið því á löngu áður en samsæriskenningar fóru á flug. Reiknað var út að prinsessan hefði ekki sést opinberlega síðan á síðasta ári og fór að bera á áhyggjuröddum. Jafnvel fór sögum um að prinsessan hefði sagt skilið við eiginmann sinn út af framhjáhaldi eða öðru.

Höllin vísaði aðeins í fyrri yfirlýsingu og sagði ekki að vænta frekari upplýsinga um afdrif Katrínar fyrr en hún væri komin úr leyfi, og þá á hennar forræði. Margir gagnrýndu þessa afstöðu þar sem sögusagnirnar náðu sífellt nýjum hæðum.

Ekki bæti það úr skák þegar Katrín birti mynd á samfélagsmiðlum sem hafði verið átt við í myndvinnsluforriti.

Gagnrýnin var þó fljót að snarþagna eftir að Katrín steig fram og greindi frá veikindum sínum. Margir sem harðast gengu fram í opinberri umræðu hafa síðan beðist afsökunar á hlut sínum og stuðningi hefur þess í stað rignt yfir prinsessuna sem hefur nú biðlað til almennings að fá rými og frið til að takast á við þetta stóra verkefni.

En það er jafnan þannig að ekki er hægt að kveða niður samsæriskenningar með öllu. Það virðist ávallt vera hópur þeirra sem hreinlega neitar að láta sér segjast.

Á miðlinum Reddit er heilt samfélag fólks sem hefur gaman að samsærum. Nokkrir meðlimir þar eru ekki tilbúnir að sleppa takinu af því sem þar til fyrir tæpri viku var safaríkt samsæri.

Þessir meðlimir hafa greint myndbandið þar sem Katrín opnaði sig um veikindin niður í öreindir og telja sig hafa fundið sannanir fyrir samsærinu. Hér verður gerð grein fyrir meintum sönnunargögnum en með þeim fyrirvara þó að eðli samsæriskenninga er svo að þar eru meintar sannanir valdar af handahófi og eiga sér oftast litla stoð í raunveruleikanum.

Bekkurinn

Einn meðlimur kafaði ofan í myndir frá Windsor garði, en þar sat Katrín á bekk í myndbandinu. Viðkomandi telur ljóst að Katrín hafi ekki setið á umræddum bekk enda líti þeir ekki eins út. Aðrir bentu viðkomandi á að líklega séu fleiri en einn bekkur í garðinum og Katrín hafi alveg örugglega setið í þeim hluta garðsins sem almenningur hefur ekki aðgang að. Eins gæti Katrín hafa setið á bekk sem var komið fyrir þarna sérstaklega fyrir myndbandið.

Hringur sem hverfur

Annar meðlimur taldi sig hafa sannað að myndbandið væri falsað þar sem í um hálfa sekúndu hverfi giftingarhringurinn af fingri Katrínar. Eina eðlilega skýringin á því sé að myndbandið komi frá gervigreind. Aðrir bentu þó á að ef gervigreind sé virkilega kominn á þann stað að ná með þetta sannfærandi hætti að falsa raunverulega manneskju þá séum við komin á ógnvekjandi stað.

Closeup of potential disappearing ring on Kate Middleton which would prove it’s AI. Hard to tell. We know Prince Andrew was/is friends with Ghislaine Maxwell. We know King Charles was friends with child rapist Jimmy Savile. We think MI6 likely killed Princess Diana
byu/TheForce122 inconspiracy

Sama peysa

Enn einn fann myndband sem konungsfjölskyldan birti fyrir sjö árum síðan. Þar klæddist Katrín sömu peysunni og í myndbandinu núna og var eins stödd í garði. Þar með sé ljóst hvaða myndefni gervigreindin studdist við. Aðrir bentu á að þetta væri svipuð peysa en ekki sú sama og auk þess sé Katrín þekkt fyrir að klæðast fötum oftar en einu sinni.

Allt með kyrrum kjörum

Einn meðlimur sagði myndbandið fullt af sönnunum um að gervigreind hafi gert það. Ekkert hreyfist í bakgrunninum, en í Bretlandi sé gjarnan einhvers konar vindur eða gola. Hné prinsessunnar séu alveg kyrr, augabrúnir hennar hreyfist með furðulegum hætti, lýsingin sé gervileg, rödd hennar virðist eitthvað röng, það sé furðulegt ský þar sem hár hennar mætir öxlunum og ekki heyrist neinn fuglasöngur eða önnur umhverfishljóð. Aðrir bentu á að þessar meintu villur í myndbandinu sjáist hvergi í útgáfu þess í fullri upplausn. Eins megi benda á að Katrín á vini, fjölskyldu og tengslanet fyrir utan veggi hallarinnar. Ef hún væri virkilega dáin, horfin, í dái eða annað – hefði ekki einhver úr þessum hóp viðrað áhyggjur?

Tímasetningin

Enn einn á erfitt með að sætta sig við tímasetninguna á yfirlýsingu Katrínar. Hart hafi verið gengið á höllina að svara því til um hvar Katrín væri og þá „heppilega“ stígi hún sjálf fram og opni sig um krabbamein, nokkuð sem væri klárlega til þess fallið að fá fólk til að hætta að spyrja spurninga. Við þessu bentu aðrir á að það hafi legið fyrir frá því í janúar að Katrín kæmi til baka eftir páska. Líklega ætlar prinsessan að taka sér lengri tíma og taldi því tímabært að opinbera veikindin. Eins hafi börn hennar verið komin í páskafrí og því gott rými fyrir fjölskylduna til að bíða af sér fjölmiðlastorminn og hlífa börnunum við umræðu innan skólans.

Líklegasta skýringin

Nokkrir hafa komið með bestu kenninguna til þessa. Það var vissulega samsæri til staðar. Konungsfjölskyldan fór leynt með að Katrín væri veik þar til hún var sjálf tilbúin að greina frá því opinberlega. Samsærið fólst í því að veita henni það rými. Færa megi rök fyrir því að höllin hafi „logið“ með því að segja ekki alla söguna, en frekar en að eitthvað óviðurkvæmilegt sé að eiga sér stað megi líta á þetta sem yfirlýsingu konungsfjölskyldunnar um að þrátt fyrir þau teljast opinberar manneskjur þá áskilja þau sér rétt til einkalífs og þar með réttinn til að ákveða sjálf hvort og með hvaða hætti viðkvæmar heilsufarsupplýsingar þeirra birtast almenningi.

Aðilar sem standa fyrir upplýsingaóreiðu hafi nýtt sér þennan raunveruleika til að dreifa samsæriskenningum og draga fram meintar sannanir fyrir því.

Enda er það sagt að einfaldasta útskýringin sé samhliða sú líklegasta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram