fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Segist aðeins þurfa tveggja klukkustunda svefn til að fúnkera

Fókus
Mánudaginn 25. mars 2024 21:30

Sydney Sweeney Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frægðarsól Sydney Sweeney rís hratt í Hollywood þessi dægrin enda hefur leikkonan glæsilega slegið í gegn í fjölbreyttum hlutverkum í sjónvarpsþáttunum Euphoria, The White Lotus sem og ofurhetjumyndinni Madame Web.

Í nýlegu viðtali við tímarit Wall Street J0urnal, þar sem hún fer yfir allskonar matarvenjur sínar og heilsuráð, segir Sweeney að hún sé þekkt fyrir að komast af með lítinn svefn. „Ég reyni að sofa eins lengi og ég get en ég er þekkt fyrir að komast af með mjög lítinn svefn í langan tíma,“ segir leikkonan.

Hún keyrir þó ekki í sig kaffi til að fúnkera á slíkum stundum en hún segist aldrei hafa drukkið þann vinsæla drykk. „Ég hef aldrei prófað kaffi. Ég drekk bara vatn,“ segir Sweeney.

Þá segist hún vera hrifin af allskonar morgunmat eins og granóla, beikoni og croissant en allskonar ber eru þó í mestu uppáhaldi.

Leikkonan býr ásamt kærasta sínum, kaupsýslumanninum Jonathan Davino í Los Angeles en saman eiga þau hundinn Tank en flestir morgnar hennar hefjast á göngutúr með honum.

Líkamsræktarkerfið sem hún fer eftir heitir SolidCore, sem er einskonar pílates og segist hún ekki geta mælt nógsamlega með því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall