Þau höfnuðu í sjötta sæti í latín dönsum eftir glæsilega keppni.
Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.
View this post on Instagram
Hanna Rún var gestur í Fókus, spjallþætti DV, í loks árs 2023 og fór meðal annars yfir dansferilinn og fyrstu kynni hennar og Nikita.
Hanna byrjaði að æfa dans aðeins fjögurra ára gömul og vissi strax að það væri ekki aftur snúið. Síðan þá hefur hún landað hverjum titlinum á fætur öðrum og er í dag með fremstu samkvæmisdönsurum í heimi.
Hjónin kynntust árið 2013. Þau byrjuðu sem dansfélagar en áttuðu sig fljótlega á því að þau væru meira en bara dansfélagar. Þau hafa nú verið gift í rúmlega níu ár og eiga saman tvö börn.