Hjartaknúsararnir Colin Firth og Hugh Grant hafa samþykkt að snúa aftur í fjórðu og síðustu myndinni um Bridget Jones og endurtaka hlutverk sín vinsælu sem Mark Darcy og Daniel Cleaver sem börðust um ástir hinnar ófarsælu Bridget.
Framleiðendur myndarinnar eru sagðir vera í sæluvímu útaf ákvörðunum leikaranna sem báðir eru 63 ára gamlir.
Tuttugu og þrjú ár eru liðin síðan fyrsta myndin um Bridget Jones leit dagsins ljós og sló hún eftirminnilega í gegn á heimsvísu. Framhaldsmyndirnar tvær nutu einnig mikilla vinsælda og nú á að loka sögunni með fjórðu og síðustu myndinni.