fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Ofurfyrirsætan var hætt komin á Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2024 22:30

Gisele Bündchen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bras­il­íska fyr­ir­sæt­an Gisele Bündchen sagði frá Íslandsheimsókn sinni í sjón­varpsþætti Jimmy Fallon, The Tonig­ht Show, síðastliðinn fimmtu­dag. Fallon, Bündchen og fjöll­ista­maðurinn Wayne Bra­dy spiluðu leik­inn „True Con­fessi­ons“ sem er einn fastra liða í þættinum.

Spilendur eiga að velja á milli tveggja um­slaga, annað inni­held­ur lyga­sögu um kepp­and­ann og hitt staðreynd um hann. Sá sem dró umslagið þarf síðan að blekkja hina keppendurna og láta lygina hljóma sem staðreynd og staðreyndina sem lygi.

Bündchen dró umslag þar sem fram kom að hún hefði verið við myndatöku á Íslandi þar sem hún þurfti að stilla sér upp á ísjaka í sjó, og við það hefði hún næstum dottið í ískaldan sjóinn.

Bündchen rifjaði upp myndatökuna og sagði hana hafa farið fram árið 1997 eða 1998. Og henni hefði sannarlega verið stillt upp á gerviísjaka innan um þá alvöru. „Ég hefði dáið, þið vitið hvað ger­ist ef þú dett­ur í ískalt vatnið? Þú deyrð inn­an ör­fárra sek­úndna!“

Fallon og Bra­dy voru báðir á því að Bündchen væri að ljúga að þeim, en sagan er sönn. Bündchen mætti hingað til lands fyrir myndatöku fyrir auglýsingaherferð ilmvatnsins Oxygè­ne. Þó sjáist ekki á myndum hvar myndatakan fór fram má sjá það í myndbandi auglýsingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hera úr leik
Fókus
Í gær

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum
Fókus
Í gær

„Ég er mjög meðvituð um að ég á bara þetta eina líf sem Katrín Myrra“

„Ég er mjög meðvituð um að ég á bara þetta eina líf sem Katrín Myrra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“