fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

„Ég veit ég gæti alla ævi elskað ykkur báðar tvær“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 22. mars 2024 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sviðslistahópurinn Óður frumsýndi óperuna Póst-Jón í Þjóðleikhúskjallaranum þann 16. mars síðastliðinn. Sagan fjallar um mann sem flýr eigið óöryggi upp á svið en ekki síður um það hver maður er þegar maður hættir að reyna að vera einhver annar. 

Sviðslistahópurinn Óður er listhópur Reykjavíkur árið 2024 og var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem flytjandi ársins í sígildri og samtímatónlist.

Hópurinn hefur sett upp alþýðlegar gamanóperur í Þjóðleikhúskjallaranum síðustu þrjú ár sem hafa aldeilis fallið í kramið hjá gagnrýnendum og áhorfendum úr öllum stéttum þjóðfélagsins, jafnt þeim sem vel eru innmúraðir í óperuheiminn og öðrum sem aldrei hafa áður hætt sér á óperusýningu. 

Óperan Póst-Jón var fyrst sett upp í Frakklandi árið 1836 og gerði grín að öllum þeim þemum sem fólk hafði neytt ótæpilega í fyrri óperum, sem er einna auðsjáanlegast í sex mínútna löngum dúett milli aðalpersónanna þar sem nánast eina orðið er ást”, aftur og aftur. 

Markmið Óðs, er að færa óperuna nær hinum almenna borgara og sýna að hún geti staðið á óútskornum og látlausum fótum. Þau vilji flytja sýningar og tónleika sem þau myndi sjálf langa að sækja og gefa ekki mikið fyrir að formið sé aðeins fyrir ákafa óperuunnendur. Einnig er mikil vinna er lögð í að þýða verkin yfir á nútímaíslensku, til þess að fólk geti flotið með tónlistinni. 

„Við sóttumst aldrei eftir þessu formi vegna íburðarins; galakjólanna og gullsalanna. Það er tónlistin sem heillar og sagan sem er sögð gegnum þá tónlist. Við nálgumst hvert verk sem leikrit fyrst og fremst, sem er ein stærsta ástæða þess að við flytjum öll okkar verk á íslensku.” 

Maður hefur alveg lent í því á klassískum tónleikum að þekkja ekki verkin og skilja ekki tungumálið – manni líður smá eins og maður sé að flakka milli sjónvarpsstöðva á hótelherbergi í ókunnu landi.” 

Sólveig Sigurðardóttir, sópransöngkona hópsins, snaraði allri síðustu óperu hópsins, Don Pasquale, yfir á íslensku og viðbrögð áhorfenda létu ekki á sér standa. „Þegar fólk skilur hvert einasta atkvæði sem við syngjum, þá breytist upplifunin alveg.” 

Miðasala er hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram