fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Stundaði ótrúlegt kynlíf með konu sem er helmingi eldri en hann – Hér er vandamálið

Fókus
Fimmtudaginn 21. mars 2024 09:02

Myndin tengist greininni ekki beint/Shutterstock

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég stundaði ótrúlegt kynlíf með konu sem er nógu gömul til að vera mamma mín.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

Maðurinn er 23 ára og konan er 46 ára. „Hún vill endurtaka leikinn en ég er ekki viss um að það sé sniðugt. Hún er helmingi eldri en ég,“ segir hann.

„Við hittumst á bar og byrjuðum að spjalla. Hún bauðst til að kaupa handa mér drykk. Ég vissi að hún væri eldri en hafði ekki hugmynd að hún væri svona mikið eldri en ég. Ég giskaði að hún væri á fertugsaldri og hún leiðrétti mig ekki.

Hún var mjög aðlaðandi og örugg með sig, ekki eins og konur á mínum aldri. Ég elska líka að hún hafði skoðanir á hlutunum og var ekki með útlit sitt á heilanum.“

Maðurinn segir að förinni var heitið heim til konunnar og hann hafi á þeim tímapunkti verið orðinn frekar ölvaður.

„Við vorum varla gengin inn um dyrnar þegar við byrjuðum að kyssast. Við stunduðum ótrúlegt kynlíf í sófanum hennar og fórum síðan inn í svefnherbergi og héldum áfram. Hún var svo reynd og örugg í eigin líkama. Þetta var besta kynlíf sem ég hef stundað.

Næsta morgun, á meðan við borðuðum morgunmat saman, viðurkenndi hún að hún væri 46 ára. Aðeins tveimur árum yngri en mamma mín.

Ég var í áfalli og fannst smá eins og hún hafi notað mig. Hún sagði að aldur minn væri ekki vandamál fyrir hana, hún sagði reyndar að hún elskar yngri menn.

Hún er nýlega skilin og vill gjarnan hitta mig aftur. Eins mikið og mig langar að sofa aftur hjá henni þá er ég ekki viss um að það sé góð hugmynd.“

Ráðgjafinn svarar:

„Þó að þú hafir notið þess að stunda kynlíf með mikið eldri konu þá fylgdi vanlíðan þessari upplifun.

Hún er 23 árum eldri en þú og þó þið séuð bæði fullorðin þá er þetta mjög stórt aldursbil.

Hún var ekki alveg hreinskilin við þig, það hljómar eins og þú hefðir kannski ekki farið heim með henni ef þú hefðir vitað raunverulegan aldur hennar á þeim tímapunkti.

Þér á aldrei að líða eins og þú hafir verið notaður eftir kynlíf.

Ég myndi ráðleggja þér að sofa ekki aftur hjá henni, nema þú ákveðir að aldursmunurinn trufli þig ekki neitt. Vertu hreinskilinn en vingjarnlegur, þakkaðu henni fyrir skemmtilegt kvöld en segðu að þú vilt ekki hittast aftur þar sem það er engin framtíð í þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?