Hann er gestur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Blekaðir á streymisveitunni Brotkast. Blekaðir eru í umsjón Dags Gunnars og Ólafs Laufdals, sem báðir eru mjög reyndir húðflúrarar.
Umræðan berst að þeim fáu stöðum Haukur á eftir að láta húðflúra á eigin líkama. Hann á aðeins eftir að setja blek aftan á lærin og kynfærin.
Ólafur spyr þá: „Þú hefur flúrað typpi er það ekki?“
„Ég hef gert marga tittlinga og einn pung,“ segir Haukur. „Ég geri það ekki aftur. Það er vesen.“
Ólafur segist hafa húðflúrað spöng hjá einum skjólstæðing. Spöngin er svæðið á milli endaþarms og kynfæra.
„Örugglega svipað en pungurinn gefur örugglega meira eftir,“ segir hann hlæjandi.
„Ég geri þetta ekki aftur, þetta var ekkert gaman,“ segir Haukur. Hann útskýrir nánar hvernig þetta allt fór fram í spilaranum neðar í greininni.
Þeir spyrja hann síðan út í hvernig það hafi verið að húðflúra getnaðarlim. „Ég hef aldrei gert það en ég sé fyrir mér að það sé ekki auðvelt,“ segir Dagur.
„Nei, það er ekki auðvelt sko. Þá var ég heldur ekkert að gera einhverjar línur, ég gerði bara litlar punktalínur. Ég þori ekki að negla þessu inn. En ég veit að Ívar [annar húðflúrslistamaður] hefur neglt línum inn, hann er alveg trylltur. En ég er ekkert hrifinn af svona tattúum, maður gerir þetta upp á gamanið við félaga sína en ekkert meira en það.“
Aðspurður hvort mennirnir hafi sett deyfikrem á svæðið áður en Haukur hófst handa svarar hann neitandi.
„Einn af þeim tók Viagra fyrir, vildi hafa hann smá bólginn. En bara um leið og maður byrjar þá fer hann saman,“ segir hann.
Ólafur spyr hvort það sé „smá gay“ að flúra typpi og Haukur svarar neitandi.
„Ég er búinn að flúra fullt af rössum af gaurum, maður er ekkert að pæla í þessu á meðan þú ert að gera flúrið,“ segir þá Dagur.
„Svo lengi sem fólk er þrifalegt,“ bætir hann við.
Hægt er að horfa á allt viðtalið í heild sinni á Brotkast.is