fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Eitt dularfyllsta sakamál Íslandssögunnar

Fókus
Fimmtudaginn 21. mars 2024 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk sakamál fer í loftið í dag í Sjónvarpi Símans. Í nýrri þáttaröð er fjallað um dularfullt óleyst morðmál og nýjar vísbendingar í því, hrottalegt nauðgunarmál, sprengjuhótun og umfangsmikil alþjóðleg fíkniefnaviðskipti stjórnað af Íslending. Þættirnir byggja á ítarlegum rannsóknum Sigursteins Mássonar, nýjum upplýsingum og áður óbirtum gögnum, viðtölum og leiknum atriðum. Í Íslenskum sakamálum er kafað djúpt ofan í þekkt jafnt sem óþekkt sakamál.

Í fyrsta þætti er farið yfir morðið á Gunnari Tryggvasyni leigubílsstjóra. Í sögunni hefur aðeins eitt morðmál verið endurupptekið á Íslandi. Það er hið fræga Guðmundar og Geirfinnsmál en annað mál hefur sterklega komið til álita og það er morðið á leigubílstjóranum Gunnari Tryggvasyni, sem var skotinn í höfuðið með 35 mm. Smith & Wesson skammbyssu. Annar leigubílsstjóri var sýknaður af því morði.

Í lögreglurannsókninni eru gerð ýmis mistök enda hafði íslensk lögregla aldrei staðið frammi fyrir slíkum glæp. Um 50 árum síðar komu fram ný sönnunargögn sem geta mögulega varpað nýju ljósi á málið. En er það nóg til að leysa sakamálið í eitt skipti fyrir öll?

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Hide picture