fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Hvar er prinsessan? – Myndaklúðrið kyndir undir samsæriskenningum

Fókus
Laugardaginn 16. mars 2024 17:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spurningin á margra vörum er um afdrif Kate Middleton, prinsessu. Eftir að konungsfjölskyldan tilkynnti fyrir nokkru að Kate hefði gengist undir aðgerð út af ótilgreindum heilsubrest hefur lítið sést til Kate, en tilkynnt hafði verið að hún yrði í leyfi frá opinberum skyldum sínum þar til eftir páska.

Í tilefni af mæðradeginum birti Kensington höll mynd af Kate með börnum sínum þremur, en myndin var svo afturkölluð eftir að ljóst var að við myndina hafði verið átt. Kate gekkst við myndabraskinu og sagðist hreinlega hafa fallið í þá gryfju að laga myndirnar til, en sjálf er hún áhugaljósmyndari.

Samsæriskenningarnar eru þó á fullu flugi og myndaklúðrið hjálpaði ekki til. Samkvæmt tilkynningu frá höllinni gengur bati prinsessunnar vel, en höllin gefur þó ekkert upp um hvað amaði að prinsessunni til að byrja með.

Nú ganga sögur um að Kate sé í dái, eða að hún sé í langtímameðferð út af átröskun. Vilhjálmur krónprins mætir einn á alla viðburði og ekki hefur sést til barna hans og Kate.

Hollywood reporter segir nú að enn ein kenningin sé farin á flug. Árið 2019 hafi sú saga gengið að Vilhjálmur hafi haldið framhjá Kate með lafði Rose Hanbury. Jafnvel hefur því verið haldið fram að Vilhjálmur sé faðir yngstu dóttur Rose. Engar sannir eru þó fyrir þessum ásökunum, en samsæriskenningarsmiðir halda því fram að Kate hafi fengið nóg af hjúskaparbrotum manns síns og látið sig hverfa til að refsa Vilhjálmi fyrir hliðarsporið. Þessu sé konungsfjölskyldan að halda leyndu.

CNN greindi frá því í gær að ástandið sé að ná suðupunkti. Skortur á upplýsingagjöf frá konungsfjölskyldunni og samsæriskenningar á samfélagsmiðlum hafi skapað óreiðu ástand. Öllu sé haldið fram, allt frá því að Kate hafi farið í brasilíska rasslyftingu yfir í að hún hafi látið klippa á sig topp og það komið illa út. Staðreyndin sé sú að almenningur elski fátt meira en góða ráðgátu og þögn hallarinnar hafi gefið samsæriskenningum byr undir báða vængi.

„Þetta hljómar eins og skáldsaga, en þetta er það ekki. Þetta er nægilega trúverðugt til að vera raunverulegt, ef þú skilur. Svo bætir maður við hlutum eins og photoshoppuðu myndinni og þá er ekki annað hægt en að verða forvitinn um hvað er í gangi,“ sagði Carly Wainsworth frá Bandaríkjunum í samtali við miðilinn. Hún segir að hún og vinkonur hennar, sem vanalega pæla lítið í konungsfjölskyldunni, ræði fátt annað en Kate þessa daganna.

„Allir elska ráðgátu. Mikið af þessu fólki hefur gaman að því að finna vísbendingar og giska hvað sé að eiga sér stað bak við tjöldin. Þetta er bara eins og fólk gerir þegar það slúðrar um einstaklinga sem það í raun þekkir.“

Samtök blaðaljósmyndara í Bretlandi hafa skorað á Kensington-höll að birta frumgerðina af mæðradagsmyndinni svo hana megi rannsaka. Eins séu breskir blaðamenn farnir að spyrja áleitinna spurninga um fjarveru Kate. Ljóst sé að konungsfjölskyldan þurfi að gæta að gagnsæi. Stutt og óræð svör konungsfjölskyldunnar dugi ekki til að kveða niður slúðrið.

„Það erfiða við stöðuna er að það er svo litlum upplýsingum fyrir að fara um hvað er í gangi með Kate, svo ef þau ætla að selja þá mynd að allt sé í góðu – með mynd sem síðan kemur í ljós að er fölsuð – þá er það ansi lýsandi fyrir slæma ákvarðanir sem hafa verið teknar í stöðunni,“ sagði Mark Borkowski, almannatengill í samtali við CNN.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram