fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fókus

Gaman að gigga en fær stundum furðulegar beiðnir – „Einhverjir karlar að biðja mig um að koma og taka einhver dansspor“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 16. mars 2024 10:30

Jóna Margrét. Mynd/Instagram @jonamargret_

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og lagahöfundurinn Jóna Margrét Guðmundsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Jóna Margrét skaust fram á stjörnusviðið í vetur þegar hún hafnaði í öðru sæti í Idolinu. Hress persónuleiki hennar var smitandi í gegnum skjáinn en á bak við brosið hefur Jóna gengið í gegnum margt. Þegar hún var í kringum átta ára aldurinn fékk hún taugaáfall sem sneri veröld hennar á hvolf. Hún ræðir það í Fókus, brot úr þættinum má horfa á hér að neðan en smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni. Einnig er hægt að hlusta á SpotifyApple Podcasts og Google Podcasts.

video
play-sharp-fill

Síðan Jóna Margrét sigraði hjörtu áhorfenda í Idolinu hefur hún fengið hvert boðið á fætur öðru um að koma fram á alls konar viðburðum. Hún viðurkennir að sumar beiðnir séu furðulegri en aðrar.

„Ég er að fá alls konar beiðnir um að koma að gera alls konar og í flestum tilvikum er þetta ótrúlega gaman og skemmtilegt. En sumt alveg frekar skrýtið,“ segir hún og hlær.

Hún hefur komið fram á ólíkum viðburðum, allt frá því að skemmta fullorðnu fólki á Sjallanum á Akureyri í að syngja fyrir krakka í kennslustofu. En svo hefur hún líka verið beðin um að syngja í einkasundlaugasamkvæmi fullorðinna karlmanna sem eru í utandeildarliði í fótbolta. Hún hafnaði því.

„Bara í síðustu viku fékk ég beiðni um að koma í sundlaugapartý. Það var greinilega einhver sem á sundlaug […] eitthvað íþróttalið, svo sem ekki neitt lið, þetta er eitthvað svona utandeildarlið. Einhverjir karlar að biðja mig um að koma og taka einhver dansspor og eitthvað svoleiðis, þetta er bara skrýtið. Þú ert eiginlega bara að bjóða mér í partý, ekki að fá mig sem listamann til að syngja heldur ertu í rauninni að bjóða mér í partý og borga mér fyrir það. Þetta er svolítið skrýtið, þarna er ég eitthvað 22 ára […] þetta er eitthvað skrýtið.“

Horfðu á þáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.

Fylgstu með Jónu Margréti á Instagram og TikTok. Við mælum líka með því að þú kíkir á tónlistina hennar á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hide picture