fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Margir slegnir út af nælum sem stjörnurnar báru á Óskarsverðlaunahátíðinni – Hvað þýðir merkið?

Fókus
Miðvikudaginn 13. mars 2024 15:47

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunahátíðin fór fram á dögunum og var þar mikið um dýrðir að venju. Að venju vekur það athygli ef tveir gestir klæðast sömu fötunum en að þessu sinni voru það nælur sem gripu tískulögguna. Það voru meðal annars leikarinn Mark Ruffalo, kvikmyndagerðakonan Ava DuVernay og tónlistarkonan Billie Eilish sem skörtuðu eins nælum. Um er að ræða hönd með hjarta og er nælan rauð á litinn.

Jafnvel þeim sem aldrei höfðu séð merkið áður varð ljóst að hér voru stjörnurnar að senda einhver skilaboð út í umheiminn. En hvaða skilaboð?

Merkið kallast blóðug hönd viðspyrnunnar og kemur nælan frá merkinu „Listamenn fyrir vopnahlé“.

Merkið hefur vakti töluverða athygli þar sem stuðningsmenn Ísrael og blaðamenn sem eru gyðingar hafa rakið blóðugu hendina til ársins 2000 þegar tveir gyðingar úr varaliði Ísraelshers keyrðu fyrir mistök í gegnum borgina Ramallah í Palestínu. Þar voru þeir handteknir af palestínsku lögreglunni og settir í fangaklefa. Sama dag komu þúsundir palestínskra syrgjenda saman til að fylgja táningnum Halil Zahran til grafar. Zahran lét lífið í átökum við herlið Ísraels tveimur dögum fyrr. Á þriðja tug ungmenna hafði látið lífið vikurnar á undan og andinn í Ramallah var þungur.

Þegar handtaka hermannanna tveggja fór að fréttast um borgina, fóru staðreyndir máls að brenglast eins og á til þegar sögur berast milli manna. Fór svo að múgur manna var sannfærður um að í fangelsinu væru ísraelskir njósnarar. Rúmlega þúsund manna múgur safnaðist saman fyrir utan lögreglustöðina og kallaði eftir aftöku hermannanna. Aðeins 21 lögreglumaður voru á stöðinni á þessum tíma, sumir þeirra voru kokkar og skrifstofufólk. Óeirðarmenn brutu sér leið inn á stöðina, yfirbuguðu lögreglu og myrtu báða hermennina með hrottalegum hætti. 13 lögreglumenn særðust í átökunum er þeir reyndu að stöðva múginn frá ódæðinu. Þegar hermennirnir voru látnir fór einn úr hópi óeirðarmanna, Aziz Salah, að glugga stöðvarinnar þar sem hann hélt uppi blóðugum höndum sínum svo múgurinn fyrir utan vissi hvað hefði gerst. Mikil fagnaðarlæti brutust út er líki annars hermannsins var kastað út um gluggann þar sem múgurinn stappaði á því. Líkin voru svo dregin í gegnum borgina við fögnuð viðstaddra. Blaðamenn voru á svæðinu og þrátt fyrir að palestínska lögreglan reyndi að gera myndefni upptækt, þá tókst það ekki alfarið og mynd af Aziz með blóðugar hendur varð eins konar tákn fyrir baráttu Palestínu.

Listamenn fyrir vopnahlé lýstu því í kjölfarið að merkið vísi til þess að nauðsynlegt sé að leggja niður vopn á Gaza til að bjarga lífum. Appelsínugul höndin tákni samfélag fólks úr öllum áttum sem taka höndum saman í nafni mannúðar. Hjartað á höndinni bjóði okkur öllum að hlusta með hjartanu og lifa í kærleik. . Hins vegar þykir mörgum að það geti ekki verið tilviljun að blóðuga höndin birtist til stuðnings Palestínu einmitt þegar Aziz Salah fær frelsið á ný í fangaskiptum.

Eins og áður segir eru skiptar skoðanir á merkinu og jafnvel skiptar skoðanir á harmleiknum í Rammallah. Sumum þykir Ramallah sýna hvernig fólk rís upp gegn óréttlæti. Aðrir að þarna hafi verið um óheppilega tímasetningu að ræða þar sem syrgjandi múgur var samankominn á svæði sem bjó við viðvarandi ótta og ofsóknir. Fyrir Ísraelsmenn og gyðinga er atvikið þó merki um eina myrkustu stund sögu þeirra. Þar með sé merkið yfirlýsing um gyðingahatur.

Aðrir í umræðunni hafa velt því fyrir sér hvort gyðingar ætli ekki bara að koma hreint fram og lýsa því yfir að allur stuðningur við Palestínu sé gyðingahatur, en þessi sama umræða fari af stað við hvers konar stuðning sem frægir og aðrir sýna Palestínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram