fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Allt sem þú þarft að vita um nýja svefnforritið sem er eingöngu fyrir konur

Fókus
Miðvikudaginn 13. mars 2024 09:54

SheSleep.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

SheSleep – fyrsta svefnapp í heiminum sem er eingöngu fyrir konur!

Þann 15. mars næstkomandi er World sleep day sem er lokadagur Sleep Awareness vikunnar sem hefst í dag og fjölmiðlar um allan heim munu nýta vikuna í að vekja athygli á mikilvægi svefns. Af þessu tilefni gefur Betri svefn út fyrsta svefn smáforrit í heiminum sem er eingöngu sniðið að konum og þeirra þörfum.

SheSleep gerir konum kleift að kortleggja eigið svefnmynstur, sækja sér meðferð við svefnvanda í gegnum forritið, fylgjast með tíðahring sínum og áhrifum hormóna á svefn, heilsu ásamt því að bjóða upp á almennan fróðleik um svefn og tækni til að ná slökun.

shesleep.com

Svefnleysi er 40% algengara meðal kvenna og konur finna frekar fyrir neikvæðum afleiðingum svefnskorts, s.s þreytu, kvíða og depurð.

Kvenheilsa hefur verið van rannsökuð í gegnum tíðina og áhrif hormóna, breytingaskeiðs og fleiri þátta á svefn hafa lítið verið skoðuð.

Streita er mun algengari meðal kvenna og um 70% þeirra sem leita til Virk starfsendurhæfingar eru konur. Ljóst er að svefn skiptir lykilmáli þegar kemur að heilsu og vellíðan og miðað við aukna áhættu kvenna á svefnvanda er löngu tímabært að koma með lausnir sem eru sérsniðnar að þeirra þörfum.

Lestu nánar um appið á SheSleep.com

shesleep.com

shesleep.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram