Óskarsverðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi og var Oppenheimer sigurvegari kvöldsins, en myndin hlaut alls sjö verðlaun á hátíðinni.
Sjá einnig: Oppenheimer sigurvegari Óskarsverðlaunanna
Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel var kynnir í ár og fékk leikarann John Cena til að endurgera frægt atvik frá Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1974, þegar karlmaður hljóp nakinn yfir sviðið.
Cena mætti því nakinn á sviðið til að kynna verðlaunin fyrir bestu búningana, förðun og hár.
Sjáðu það hér að neðan.
We’re seein’ a lot of John Cena tonight! 👀#Oscars#Oscars2024https://t.co/X7unxQW0XY pic.twitter.com/X6BkkR040C
— ABC News (@ABC) March 11, 2024