fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Hera Björk keppir í Eurovision fyrir Ísland – Segist hrygg yfir umræðunni „sem var okkur ekki til sóma“

Fókus
Mánudaginn 11. mars 2024 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV ætlar að taka þátt í Eurovision og sendir sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Sacred Heights í flutningi Heru Bjarkar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Þar segir að lag Heru hafi unnið einvígið með nokkrum yfirburðum og þegar atkvæðum úr fyrri umferð kosningarinnar og atkvæðum dómnefndar var bætt við munaði 3.500 atkvæðum á fyrsta og öðru sæti.

Ágallar hafi verið á kosningaappi RÚV. Fyrir mistök hafi tiltekinn möguleiki ekki virkað sem skyldi sem bitnaði á báðum lögunum í einvíginu. Framleiðendur appsins segi að aðeins 748 atkvæði hafi verið greidd með þessum hætti, bæði í fyrri kosningunni sem gekk snurðulaust og í þeirri seinni þegar mistökin urðu. Atkvæði sem mögulega misfórust vegna þessa séu í raun enn færri en í fyrstu var talið og ljóst að þau höfðu engin áhrif á lokaniðurstöðuna. Því sé Hera Björk umdeildur sigurvegari Söngvakeppninnar 2024.

Segir í tilkynningu:

Miklar umræður hafa skapast um þátttöku Íslands í Eurovision undanfarna mánuði vegna ástandsins á Gaza. Ákveðið var í samráði við keppendur í Söngvakeppninni að slíta tengsl hennar við Eurovision og ákveða hvort Ísland yrði með í henni eftir að keppni lyki hér heim. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri sagði að horft yrði til margra þátta þegar sú ákvörðun yrði tekin. Eftir að málið hefur verið skoðað frá öllum hliðum er niðurstaðan sú að RÚV tekur þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. „Margt kom inn í þetta mat. Sigurlagið er frábært og flutt af einni okkar allra bestu söngkonu sem býr yfir mikilli reynslu á þessu sviði,“
segir Stefán. „Við höfum á undanförnum vikum og mánuðum fylgst náið meðstöðunni hjá systurstöðvum okkar á Norðurlöndunum, sem allar ætla að taka þátt í keppninni, og öðrum stöðvum innan EBU þar sem afstaðan er sú sama. Framkvæmd keppninnar er í höndum Svía, sem eru náinn samstarfsaðili okkar á mörgum sviðum og vinaþjóð. Allt framangreint kom inn í okkar mat og niðurstaðan liggur nú fyrir. Hera Björk verður glæsilegur fulltrúi okkar í Malmö í vor.“

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri segir að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld og ólgan í samfélaginu hafi ekki farið framhjá RÚV. Yfirburðasigur Heru megi þó líta á sem eindreginn stuðning við þátttöku Íslands í keppninni í ár.

„Við hvetjum öll til að fylkja sér á bak við Heru og hennar samstarfsfólk, hún verður glæsilegur fulltrúi okkar“

Hera Björk segist standa við það sem hún hafði sagt fyrir úrslitin, að hún færi út af lag hennar yrði kosið. „Ég viðurkenni að í allri umræðunni eftir Söngvakeppnina varð ég hugsi. Umræðan hryggir mig. Bæði hvernig talað var um mig og mér gerðar upp alls kyns annarlegar skoðanir og meiningar og ekki síður hvernig talað var um Bashar. Þessi umræða var okkur ekki til sóma og eftir því sem ég hugsaði þetta meira hertist ég í því að standa við orð mín og halda utan eins og þjóðin kaus mig til að gera. Ég og minn góði hópur munum taka þátt og gera allt sem við getum til að breiða út boðskap friðar og kærleika á sviðinu og sameinast í gegnum tónlistina.“#

Nú mun undirbúningur hefjast að krafti, en Hera Björk mun stíga á stóra sviðið þann 7. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?