fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Birta fyrstu opinberu myndina af prinsessunni eftir aðgerðina

Fókus
Sunnudaginn 10. mars 2024 13:30

Kate í faðmi barna sinna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska konungsfjölskyldan hefur birt fyrstu opinberu myndina af Kate Middleton eftir að prinsessan undirgekkst skurðaðgerð á kviði þann 16. janúar síðastliðinn. Langt hlé Kate frá sviðsljósinu síðan gerði það að verkum að slúðursögur fóru á flug um að ástand hennar væri alvarlegra en af væri látið.

Ljóst er að konungsfjölskyldan hefur talið að nú þyrfti að slá á orðróminn og því fór mynd í loftið þar sem sjá má prinsessuna brosandi í faðmi barna sinna, George, Louis og Charlotte. Er myndin sögð tekin af eiginmanni prinsessunnar, Vilhjálmi Bretaprins.

Breska pressan bar myndina að sjálfsögðu undir sérfræðinga sem virtust ánægðir með þau duldu skilaboð sem komið væri á framfæri á henni. Prinsessan væri greinilega á góðum batavegi og myndin gæfi tilefni til bjartsýni bresku þjóðarinnar um að allt myndi fara vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram