Stórstjarnan Taylor Swift lætur svo sannarlega fara vel um sig í Singapúr, en þar heldur hún sex tónleika dagana 2. – 9. mars í heimstónleikaferðalagi hennar The Eras Tour.
Swift heldur ekki til á hóteli heldur leigði hún villu, þar sem nóttin kostar 14 þúsund dali eða um 1,9 milljón króna. Villan Capella Manor er á eyjunni Sentosa og á byggingin sögu að rekja allt til 1880, en hefur verið endurbyggð til samræmis við nútíma þægindi.
Um er að ræða tvo bústaði sem breytt í þriggja herbergja svítur, þar er jafnframt borðstofa, stofur, einkasundlaug, útisturta og verönd. Hjónaherbergin eru með sér fataherbergi og baðherbergi. Regnskógurinn er síðan innan seilingar.