Raunveruleikastjarnan Sharon Osbourne tekur nú þátt í nýjustu þáttaröðinni af Celebrity Big Brother, en Osbourne er meðal annars fyrrum dómari í X Factor sjónvarpsþáttunum ásamt sjónvarpsmógúlnum Simon Cowell.
Osbourne hefur varað við því að Cowell muni þurfa á enn meira bótoxi að halda eftir að hún og Louis Walsh, sem tekur einnig þátt í CBB og er jafnframt fyrrum dómari í X Factor, fari að slúðra um Cowell.
Osbourne segir þau Cowell ekki talast lengur við og sagðist hún mögulega ljóstra upp einhverjum leyndarmálum um fyrrum vin sinn.
Aðdáendur CBB fóru hamförum þegar Osbourne var á mánudagskvöld kynnt fyrst til leiks sem keppandi í nýjustu þáttaröðinni. Mun hún dvelja fimm daga í húsinu sem þátttakendur dvelja í og sagði hún í viðtali við The Sun áður en hún fór inn: „Það verða margar sögur um Simon hann mun þurfa meira bótox eftir að við erum búin með hann. Það er bara svo margt, samtöl, eitthvað sem kemur upp í hugann og maður hugsar: „Ó Guð, ég gleymdi því“, eða „hvað með tímann sem . . . ‘
Að sögn Osbourne talast Cowell og Walsh heldur ekki við. „Hann myndi ekki hringja í Louis eða mig. Simon er orðinn merkilegur með sig, þannig er það bara.“
Öll þrjú voru dómarar í X Factor frá 2004 til 2007 þegar Osbourne hætti. Hún sneri síðar aftur árið 2013 og aftur 2016 og 2017.
Osbourne býr sér, meðan aðrir þáttakendur CBB búa saman, og mun hennar viðvera í þáttunum vera styttri en annarra, en hún fær 100 þúsund pund í laun fyrir hvern dag.
Styttri viðvera hennar er vegna Parkinsonsveiki eiginmannsins og tónlistarmannsins Ozzy Osbourne,.
„Ég vil ekki vera of lengi frá Ozzy. Við erum svo náin sem fjölskylda,“ en hjónin hafa verið saman síðan árið 1979 og eiga þrjú uppkomin börn.