fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Fókus

Samsæriskenningarnar fljúga – Hvar er Kate Middleton

Fókus
Föstudaginn 1. mars 2024 15:30

Kate Middleton, prinsessa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Princessan af Wales, Kate Middleton, hefur glímt við heilsubrest undanfarið. Hún þurfti fyrir nokkru að gangast undir aðgerð á kvið, en ekki er ljóst nákvæmlega hvað hrjáir prinsessuna. Greint var frá aðgerðinni þann 17. janúar og tekið fram að það væri einlægur vilji prinsessunnar að viðkvæmar heilsufarsupplýsingar hennar væru hennar einkamál. Hún þyrfti að verja hálfum mánuði á sjúkrahúsi eftir aðgerðina og færi eftir það heim til að ná sér að fullu. Ekki væri von á henni opinberlega fyrr en eftir páska.

Seinast sást til Kate opinberlega um jólin.

Ekki virðast allir sætta sig á þessa skýringu. Ekki hjálpaði það til þegar grein var frá því að Vilhjálmur prins gæti ekki verið viðstaddur minningarathöfn guðföður síns. Telja margir líklegt að það sé sökum þess að heilsu Kate hefur hrakað og Vilhjálmur þurfi að vera hjá henni.

Skynsöm nálgun hjá prinsessunni

Þar sem engar formlegar skýringar hafa komið fram eru samsæriskenningar komnar á flug.

Buckingham höll hefur nú brugðist við umræðunni en talsmaður Kate sagði: „Við vorum skýr með það frá upphafi að prinsessan af Wales yrði fjarri góðu gamni þar til eftir páska og að höllin kæmi bara með uppfærslur af líðan hennar ef eitthvað marktækt á sér stað.“

Talsmaðurinn sagði að líðan Kate sé eftir atvikum góð.

People vísar til heimildarmanns úr höllinni að það sé bæði skynsamt og eðlilegt að prinsessan taki sér góðan tíma til að jafna sig.

„Þetta er góð fyrirmynd fyrir okkur hin, þar sem oft er lagt að okkur að snúa aftur til vinnu eins hratt og auðið er, sem getur valdið okkur skaða. Það er gott fyrir okkur að sjá hana taka sér góðan tíma til að ná sér að fullu áður en hún snýr aftur. Við getum öll lært af þessu“

Er Kate saknað?

Heilsufar konungsfjölskyldunnar er ekki upp á marga fiska þessa daganna. Karl Bretakonungur greindist í janúar með krabbamein eftir að læknar tóku eftir stækkun í blöðruhálsi. Ekki er ljóst hvers konar krabbamein um ræðir, en mun það ekki vera blöðruhálskrabbamein. Karl virðist þó brattur og þó hann hafi ekki mætt á neina opinbera viðburði hefur sést til hans á ferð og flugi með drottningunni. Hann birti einnig myndband þar sem hann las velfarnaðarkveðjur frá þegnum sínum og þakkaði stuðninginn.

Samsæriskenningasmiðir hafa þó farið mikinn. Því er haldið fram að Kate sé í raun saknað og enginn viti hvar hana sé að finna. Aðrar kenningar eru að hún sé mun veikari en af er látið og í raun að berjast fyrir lífi sínu. Enn önnur kenning er að prinsessan sé hreinlega látin, þó svo að samsærismenn hafi ekki komið með sannfærandi skýringu á því að slíku væri haldið leyndu.

Þrátt fyrir að konungsfjölskyldan líti á sig sem nútímalega virðist hún enn treg til að sýna veikleika. Á öldum áður var litið á konungsfólk sem eins konar ósnertanlega guði. Þau máttu ekki sýna veikleika, sem gætu grafið undan valdi þeirra.

Líklegasta skýringin

Líklegast er þó að formlega skýringin sé hin rétta. Það er álag á líkamann að gangast undir svæfingu og skurðaðgerð og jafnvel konungsfólk hefur rétt til þess að taka sér veikindaleyfi. Þar sem Kate þurfti að verja tveimur vikum á sjúkrahúsi eftir aðgerðina má ætla að hér hafi verið um stórt inngrip að ræða, sem tekur tíma að jafna sig af.

Eins getur málið varla komið á óvart. Vilhjálmur og yngri bróðir hans hafa árum saman barist fyrir því að einkalíf þeirra sé virt. Þeir séu vissulega opinberar persónur en það svipti þá ekki réttinum til friðs einkalífs, fjölskyldu og heimilis. Skemmst er að minnast þess að Vilhjálmur missti einmitt móður sína út af ágangi ljósmyndara. Hann á í dag þrjú ung börn og má eðlilegt þykja að hann verndi sína konu til að tryggja að hún verði til staðar fyrir börn þeirra, hann sjálfan og fyrir Bretland.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nokkrum mánuðum áður en Ísak var við dauðans dyr lifði hann venjulegu fjölskyldulífi – „Ég var orðinn blár í framan“

Nokkrum mánuðum áður en Ísak var við dauðans dyr lifði hann venjulegu fjölskyldulífi – „Ég var orðinn blár í framan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kallar hertogaynjuna hræsnara sem sé að kafna úr græðgi – „Vandi Meghan er hvað hún virðist eltast ofstækisfullt við peninga“

Kallar hertogaynjuna hræsnara sem sé að kafna úr græðgi – „Vandi Meghan er hvað hún virðist eltast ofstækisfullt við peninga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðalangur pantaði herbergi með sjávarútsýni en bjóst aldrei við þessu – „Ég er illa svikin krakkar“

Ferðalangur pantaði herbergi með sjávarútsýni en bjóst aldrei við þessu – „Ég er illa svikin krakkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjar vendingar í stóra vísnamálinu – Kristjáni voru boðnar peningagreiðslur fyrir að halda áfram að yrkja um Höllu Hrund

Nýjar vendingar í stóra vísnamálinu – Kristjáni voru boðnar peningagreiðslur fyrir að halda áfram að yrkja um Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með mikilvæga áminningu – Ekki segja alltaf já

Ragnhildur með mikilvæga áminningu – Ekki segja alltaf já
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margir uggandi yfir gömlu viðtali við Diddy eftir að hann sást ganga í skrokk á fyrrverandi kærustu

Margir uggandi yfir gömlu viðtali við Diddy eftir að hann sást ganga í skrokk á fyrrverandi kærustu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2024

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2024