fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Á bágt með að skilja af hverju Íslendingar móðgast yfir þessu

Fókus
Þriðjudaginn 5. mars 2024 11:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur maður sem nýlega er snúinn heim úr Íslandsferð veltir ýmsum spurningum fyrir sér, sem aðrir ferðalangar hafa spurt, um það sem þarf að hafa í huga fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi, í færslu í Facebook-hópnum Reykjavik, Iceland Travel & Vacation. Ein af þessum spurningum varðar þjórfé en þótt lítil hefð sé fyrir slíku á Íslandi koma margir ferðamenn frá löndum þar sem venja er að veita starfsfólki á veitingastöðum, hótelum og víðar þjórfé. Maðurinn fullyrðir að Íslendingar móðgist iðulega þegar þeir séu spurðir hvort það tíðkist að veita þjórfé hér á landi.

Maðurinn segist bágt með að skilja þessa móðgunargirni og segir það undarlegt að sýna slík viðbrögð þegar einstaklingur sem komi úr samfélagi þar sem alvani sé að skilja eftir þjórfé spyrji um það. Hann spyr af hverju fólk móðgist þegar fólk frá löndum með aðra siði spyrji um siði viðkomandi lands.

Hann segir að í Íslandsferðinni hafi hann ekki gefið þjórfé á veitingastöðum, leigubílum og víðar en þó hafi hann látið leiðsögumenn hafa þjórfé og þeir hafi tekið því fegins hendi.

Maðurinn segir að þessu myndi eflaust vera svarað af mörgum með því að margir leiðsögumannanna séu ekki innfræddir Íslendingar. Þeir sem varpi slíku fram haldi eflaust að leiðsögumenn sem séu ekki aðfluttir Íslendingar taki ekki við þjórfé eða láti leiðsögumenn sem séu ekki innfæddir Íslendingar hafa það allt. Það telur maðurinn hins vegar vera afar ólíklegt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum