„Venjulega sjáum við mesta lagi hundrað dala seðil í þjórfé, það kemur fyrir,“ sagði Tim Sweeney, rekstrarstjóri Mason Jar Cafe í Benton Harbor í Michigan.
„En við höfum aldrei séð neitt þessu líkt.“
Fyrir tveimur vikum skildi viðskiptavinur, sem er aðeins þekktur sem Mark, rausnarlega þjórféð. Sweeney fékk „áfall“ þegar hann sá kvittunina og flýtti sér að fara á eftir Mark, sem útskýrði af hverju hann hafi verið svona örlátur.
„Þetta var til að heiðra minningu vinar hans sem var nýlega látinn. Hann var í heimsókn í bæjarfélaginu vegna jarðarfararinnar.“
Starfsfólk veitingastaðarins ákvað að skipta þjórfénu á milli sín, í samtals níu hluta svo hver fór með 150 þúsund krónur heim.
„Það voru svo margar ótrúlegar konur að vinna þennan dag, duglegar mæður, sem bara virkilega verðskulduðu þetta,“ sagði þjónustukona staðarins, Paige Mulick. NY Post greinir frá.