fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Hélt að klikkuðu kynlífspartýin væru í fortíðinni en kærastinn vill halda heljarinnar kynsvall

Fókus
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 22:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kærastinn minn vill halda kynlífssvall í nýja húsinu okkar. Hann segir okkur skulda öðrum það, þar sem aðrir hafa boðið okkur í slík partý en við höfum aldrei getað endurgoldið greiðan. Hann vill að við bjóðum upp á mat, kynlífsrólu og heitan pott, og það er bara byrjunin.“

Svona hefst bréf konu til frænkunnar Jane O‘Gorman sem gefur lesendum DailyStar ráð.

Konan var hrifin af villta lífsstílnum áður fyrr, en nú þegar þau eru eldri og flutt í rólegt hverfi vill hún skilja gamla lífið eftir.

„Ég elska lífið í þessu rólega þorpi. Ég hef eignast marga vini og ég vil segja skilið við gamla lífið, þar sem við áttum marga elskendur og stunduðum swing með ókunnugum. Ég er að njóta lífsins í dag.

Við vorum dugleg að mæta í kynlífspartý áður fyrr. Hann tók mig með í það fyrsta árið 2019 í eins konar Saltburn-höll. Ég var agndofa yfir öllum kynlífstækjunum og -leikjunum. Ég tók þátt í nokkrum rólegum kynlífsleikjum en var fullkomlega meðvituð um að í öðrum herbergjum var meira harðkjarna kynlíf í gangi, þar sem kærasti minn var miðpunkturinn.

Eftir það fórum við að stunda lífsstílinn af krafti og ég skemmti mér vel. Við bjuggum á þeim tíma í lítilli íbúð með öðru fólki og gátum því aldrei boðið fólki í senunni heim til okkar. Nú hefur það breyst.

Hann erfði hús móður sinnar árið 2021 og við fluttum þangað. Nú erum við með rýmið og – að hans mati – fjármunina til að halda svona partý.

En mér finnst þetta komið gott. Hann var eitthvað að tauta um daginn að ef ég byrja ekki að plana partýið þá fái hann einhvern annan til að gera það. Mér finnst ég undir mikilli pressu.

Hann kvartar undan því að við erum að verða leiðinleg, hann vill spennu. Hjálp.“

Shot of a young couple sharing an intimate moment in their bedroom
Mynd/Getty Images

Jane gefur ráð:

„Þú segir ekkert um það hvort kærasti þinn elskar þig. Fór eitthvað framhjá mér? Á hverju byggist þetta samband?

Þú mátt ekki leyfa honum að ráðskast með þig. Raunveruleikinn er sá að þú naust frjálsrar ástar þegar þú varst yngri en þú ert kominn á annan stað núna. Ekki gleyma því að þú mátt þroskast og breyta um skoðun ef þú vilt. Vertu hreinskilin við hann.

Hann er hræddur um að sambandið verið leiðinlegt, er eitthvað annað hægt að gera en að halda kynsvall? Eins og að prófa eitthvað nýtt tvö saman í svefnherberginu?

En ef hann er harðákveðinn að orgía sé eina svarið þá þarf hann bara að halda áfram án þín. Þú getur ekki leyft annarri manneskju að skipa þér fyrir, sérstaklega þegar kemur að kynlífi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram