fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Tímavélin: Tuttugu ár frá tónleikaárinu mikla – Hvað sást þú?

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 27. janúar 2024 20:30

Lygilegt magn af stjörnum komu til Íslands árið 2004. Myndir/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingum finnst vanalega ekki leiðinlegt þegar erlendar stórstjörnur gera sér ferð um að koma hingað upp á Frón til að skemmta landanum. Það má segja að þetta hafi byrjað fyrir alvöru í kringum árið 1970 þegar hljómsveitir á borð við Led Zeppelin og The Kinks tróðu upp í Laugardalshöll og máttu landsmenn venjast því að fá eitt, tvö eða þrjú stór atriði á ári. Það er fyrir utan tónleikahátíðir á borð við Secret Solstice og Iceland Airwaves.

Árið 2004 sker sig hins vegar úr þegar það var hreinlega ekki þverfótað fyrir rokk og poppstjörnum í Laugardalshöll, Kaplakrika, Egilshöll og fleiri stöðum. DV taldi meira en 20 stór atriði frá apríl fram í desember þetta ár.

 

Sugababes í Laugardalshöll  – 8. apríl

Breska stúlknasveitin byrjaði árið með stæl. Þetta voru sennilega þeir tónleikar sem glöddu yngstu kynslóðina hvað mest. Það var þó pínu bömmer að þær skildu hafa setið á barstólum og sungið í stað þess að sprikla á sviðinu.

 

Kraftwerk í Kaplakrika – 5. maí

Miðasalan gekk illa á tónleika þýsku raftónlistarmannanna. Brugðið var á það ráð að veita fólki sem keypti miðana forkaups rétt á tónleika The Pixies seinna í mánuðinum. Tap var á tónleikunum og Kraftwerk liðar vorkenndu tónleikarahöldurnum svo að þeir gáfu eftir hluta af launum sínum.

 

The Pixies í Kaplakrika – 25. og 26. maí

Mikil eftirvænting var fyrir bandarísku rokksveitinni The Pixies sem höfðu ekki spilað á tónleikum í tíu ár. Það var gamall draumur Frank Black og félaga að heimsækja klakann og aftur komu þau árið 2014.

Jonathan Davis söngvari KoRn mætti með skrýtinn míkrófón. Mynd/DV

KoRn og Fantomas í Laugardalshöll – 30. og 31. maí

Númetal kóngarnir í KoRn áttu ekki í erfiðleikum með að fylla höllina þannig að blásið var til aukatónleika. „Ég hef aldrei séð betri rokksveit á sviði,“ sagði Birgir Örn Steinarsson í Fréttablaðinu.

 

Kris Kristoffersson í Laugardalshöll – 14. júní

Ekki er algengt að country stjörnur komi til landsins en ein af þeim stærstu, Kris Kristoffersson, kom til landsins og hélt tónleika þetta árið. KK og Ríó Tríó sáu um upphitunina. Sérkröfur Kristoffersson um mikið magn ávaxta vakti athygli.

 

Deep Purple í Laugardalshöll – 23. og 24. júní

Breska risasveitin Deep Purple hafði spilað í Laugardalshöll á hátindi frægðar sinnar árið 1971. Þrír af sömu meðlimum komu aftur 33 árum seinna, það er Ian Gillan, Roger Glover og Ian Paice.

 

Metallica í Egilshöll – 4. júlí

Laugardalshöllin var ekki nógu stór fyrir stærstu þungarokkshljómsveit heims. Egilshöll var leigð og 18 þúsund manns mættu. Umferðarstappan í Grafarvoginum var mörgum eftirminnileg.

 

Placebo í Laugardalshöll – 7. júlí

Það var ágætlega mætt á tónleika bresku rokksveitarinnar sem Maus hitaði upp fyrir. Tæknivandamál og almennt stemningsleysi settu hins vegar strik í reikninginn.

 

Pink í Laugardalshöll – 10. ágúst

Um 5 þúsund manns sáu poppstjörnuna ungu og voru tónleikarnir mikið sjónarspil. Pink hélt 300 manna eftirpartí á skemmtistaðnum Felix og sögusagnir voru um að hún hefði slegið sér upp með skemmtanastjóranum á 22, Ágústi Aðalsteinssyni. „Þetta er bara hress stelpa,“ sagði Ágúst við DV á sínum tíma. Aukatónleikar Pink þann 11. ágúst voru blásnir af.

 

50 Cent í Laugardalshöll – 11. ágúst

Tónleikar bandaríska rapparans 50 Cent áttu upphaflega að fara fram í Egilshöll eins og Metallica þar sem búist var við mikilli aðsókn. Það reyndist hins vegar ekki raunin og voru tónleikarnir að lokum færðir í Laugardalshöllina.

 

Lou Reed í Laugardalshöll – 20. ágúst

Gamla Velvet Underground kempan kom og tók gott úrval af öllum ferlinum. Voru þetta frekar langir tónleikar og í rólegri kantinum.

James Brown var í stuði en of gamall fyrir uppklapp. Mynd/Fréttablaðið

James Brown í Laugardalshöll – 28. ágúst

Fullt hús var þegar sálarkóngurinn James Brown mætti með stórum hópi tónlistarfólks. Að sögn Morgunblaðsins var varla sála sem sat í sæti sínu á tónleikunum. Það hafi hins vegar valdið vonbrigðum að Brown hafi ekki tekið nein uppklappslög.

 

Scooter í Laugardalshöll – 25. september

Þýska reif sveitin hefur margsinnis komið á klakann og skemmt þeim dansþurfi. Árið 2004 var engin undantekning.

 

Van Morrison í Laugardalshöll – 2. október

Norður Írinn Van Morrison á marga spaða upp í erminni og til Íslands mætti hann með mikið brass-band. Þrátt fyrir að eiga marga hittara á sínum yngri árum ákvað hann að spila að mestu leyti nýrra efni.

 

The Prodigy í Laugardalshöll – 15. október

Ef einhver sveit á skilið að vera kölluð Íslandsvinir þá er það breska raftónlistarsveitin The Prodigy. Á þrjátíu árum hefur sveitin komið margoft á klakann og spilað á stórum sviðum sem smáum og tveimur tónlistarhátíðum.

Beach Boys trylltu lýðinn. Mynd/Fréttablaðið

The Beach Boys í Laugardalshöll – 21. nóvember

Höllin var troðfull þegar „Hinir amerísku Bítlar“ sýndu listir sínar, klæddir í litríkar skyrtur en með aðeins stærri bumbur enn á gullaldarárunum.

 

Annað

Damien Rice á NASA – 23. september

Keane í Hafnarhúsinu – 23. Október

Marianne Faithful á Broadway – 11. nóvember

The Stranglers í Smáranum – 4. desember

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun