Í viðtali við hlaðvarpsþáttinn 90201MG sagði Spelling að meðleikari hennar, Luke Perry, hafi deitað stórstjörnuna Madonnu á sínum tíma. Samband þeirra fór ekki hátt og var í raun um algjört leyndarmál að ræða. Luke Perry og Tori Spelling voru góðir vinir en Perry lést þann 4. mars 2019.
„Ég gleymi því aldrei þegar hann dró mig afsíðis og sagði mér frá þessu,“ segir leikkonan en Luke treysti henni fyrir þessu leyndarmáli að hann væri í raun og veru að hitta Madonnu sem þá var þekktasta og vinsælasta poppstjarnan heims.
Segir Tori að Luke hafi leyft henni að hlusta á skilaboð sem Madonna skildi eftir fyrir hann á símsvara.
„Mér fannst hann vera svalasta manneskja í heimi. Í fyrsta lagi af því að hann er Luke Perry og í öðru lagi af því að Madonna vildi hann,“ sagði hún.
Ekki liggur fyrir hversu lengi rómantíkin á milli Perry og Madonnu entist en bent er á það í umfjöllun Page Six að Perry hafi kvænst Rachel Sharp árið 1993, um ári eftir að hann hitti Madonnu fyrst.
Perry var trúlaofður Wendy Madison Bauer þegar hann lést árið 2019, 52 ára að aldri.