Árið 2019 var kona að nafni Paige í heimsókn á Íslandi. Hún gisti á farfuglaheimilinu Midgard Base Camp á Hvolsvelli og ákvað að skrifa símanúmerið sitt á Jenga kubb. Hún hugsaði ekki meira um það þar til fjórum árum síðar, þegar hún fékk allt í einu skilaboð.
Um miðjan desember í fyrra fékk hún senda mynd af hressum hóp spila Jenga á farfuglaheimilinu.
Paige birti myndina á Twitter og vakti sagan gríðarlega athygli, yfir 3,2 milljónir sáu færsluna og yfir 180 þúsund manns líkuðu við hana.
In 2019 I wrote my phone number on a Jenga piece at a hostel in Iceland. Today I received this photo — pic.twitter.com/WZchqMctes
— p a i g e ♡ (main character) (@citrusgirlpaige) December 18, 2023
Einhverjir á myndinni hafa séð tístið.
„Ég er á þessari mynd! Við skemmtum okkur konunglega á Midgard,“ sagði kona að nafni Kaylin.