fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Segir áföllin og óvissuna vera að rífa fjölskyldur og vini í sundur – „Þetta er í raun fimm áföll“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 21. janúar 2024 09:00

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sumum sárnaði að ég sagði að ég hefði viljað að húsið mitt hefði brunnið. Aðrir voru sammála mér,” segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur og Grindvíkingur þegar talið berst að samfélagi Grundvíkinga utan Grindavíkur. Bryndís er gestur Einars Bárðarsonar í nýjasta þætti hlaðvarps hans Einmitt.

Vísar hún þar til ræðu hennar á íbúafundi sem haldinn var í Laugardalshöll síðastliðinn þriðjudag, 16. janúar. Ræða Bryndísar var hjartnæm og hlaut hún tvisvar standandi lófaklapp frá íbúum Grindavíkur sem viðstaddir voru fundinn. 

Bryndís er fyrrum forseti bæjarstjórnar í Grindavík og starfaði lengi sem lögræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Í dag starfar hún sem lögfræðingur hjá KPMG með áherslu á opinbera stjórnsýslu. 

Sex mánuðir eða sex ár, alger óvissa

„Ég vil líka að fólk skilji að ég er fædd og uppalin í Grindavík, ég hef setið í bæjarstjórn og var forseti bæjarstjórnar í fjögur ár. Pabbi minn var formaður Ungmennafélagsins í fjörutíu eða fimmtíu ár. Öll fjölskyldan mín býr þarna. Þarna eru mínar rætur,” segir Bryndís. 

“Þannig að þegar ég segi þarna á þriðjudaginn að ég óskaði þess að húsið mitt hafði brunnið, það er ekki setning vegna þess að ég vilji láta “beila” mig út. Heldur vegna það að það eru núna liðnir meira en sjötíu dagar síðan 10. nóvember. Sjötíu dagar þar sem við vitum ekki hvort við komumst aftur heim, sjötíu dagar þar sem við vitum ekki hvort húsin okkar eru í lagi, hvort samfélagið okkar lifi af eða hvort við komumst aftur heim.“

Eins og alþjóð veit var Grindavík rýmd 10. nóvember og þó að nokkrir íbúa hafi snúið aftur og búið á heimilum sínum yfir jól og áramót gerði gosið sunnudaginn 13. janúar út um frekari búsetu í Grindavík, um óráðinn tíma. Tíma sem nær 4000 manna bæjarfélag getur ekki búið við í óvissu lengur. Bryndís flutti til Hveragerðis eftir rýmingu, og býr hjá kærasta sínum, en þau eiga von á sínu fyrsta barni í maí.

Það verður ekki sú Grindavík sem við viljum

„Sumum sárnaði að ég sagði að ég hefði viljað að húsið mitt hefði brunnið. Aðrir voru sammála mér,” segir Bryndís þegar talið berst að samfélagi Grundvíkinga utan Grindavíkur. 

Talið berst að því hvernig íbúar upplifa þessi áföll á misjafnan hátt og hvernig barátta við áföllin beinir íbúum í misjafnan farveg.

“Þetta er að rífa fólk í sundur. Fjölskyldur og vini,” segir Bryndís. “Hvernig samfélag byggjum við upp ef fólk neyðist til að fara heim að því að það er bundið fast við fasteignina sem peningarnar þeirra eru fastir í. Það verður ekki sú Grindavík sem við viljum, það verður að vera fólk sem vill komast heim.”

Fimm gríðarleg áföll á nokkrum vikum

„Þetta er í raun fimm áföll,” segir Bryndís þó flestir telji þau þrjú. “Fyrsta áfallið er rýmingin 10. nóvember. Næsta er eldgosið 18. desember. Svo eru það tvo áföll fyrir okkur þarna á milli gosa. Það fyrra af þeim tveimur er þetta hrikalega slys sem gerist þegar maður er að taka þátt í að gera bæinn okkar íbúðarhæfan aftur. Það var gríðarlegt áfall því þá áttuðum við okkur á því hvað bærinn var ótryggur. Það á enginn að láta lífið við það að gera Grindavík örugga,” segir Bryndís sem segist þar tala fyrir hönd allra Grindvíkinga sem hún þekkir.

Þá sáum við að sérfræðingarnir vissu í raun ekkert

Síðan segir Bryndís fjórða áfallið vera þegar dómsmálaráðherra lýsti því yfir á laugardag eftir slysið að það yrði að loka bænum í þrjár vikur. “Slysið hafði þá leitt til þess að sérfræðingarnir áttuðu sig á því að þeir vissu í raun ekkert um ástandið í bænum og það þyrfti að loka til að skoða þetta allt ítarlega.“

Bryndís segist þarna ekki vera að gagnrýna á neinn hátt viðbrögð þeirra sem standa vaktina heldur að lýsa því hvernig áfallasagan dregur íbúana og samfélag milli vonar og ótta.

Hlusta þá á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram