fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Gaf frægð og frama í Hollywood upp á bátinn fyrir sveitalífið – „Ég sakna einskis“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 21. janúar 2024 17:30

Hjónin Nikki og Ian.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Ian Somerhalder segist ekki sjá eftir því að hafa skipt á glæsileika og glamúr Hollywood fyrir gamla góða bændalífið. Leikarinn og eiginkona hans, leikkonan Nikki Reed, fluttu með börnin sín tvö, sex ára dóttur og sjö mánaða son, á bóndabæ rétt fyrir utan Los Angeles.

„Ég elskaði það sem ég gerði í mjög langan tíma,“ sagði Somerhalder við E! News um ákvörðun sína að leggja leiklistarferilinn á hilluna. „Ég sakna þess ekki. Ég elska að gera kvikmyndir og ég vann við það mjög lengi. Þetta var mjög skemmtilegur tími,“ segir Somerhalder sem er orðinn 45 ára. Þekktastur er hann fyrir hlutverk hans í sjónvarpsþáttunum Vampire Diaries, sem gengu í átta þáttaraðir árin 2009-2017.

Somerhalder ásamt meðleikurum sínum í Vampire Diaries.

Heimildamyndin Common Ground var frumsýnd í Los Angeles á fimmtudaginn, en myndin fjallar um þörfina fyrir sjálfbæran og vistvænan búskap og í henni deilir fjölskyldan innsýn í hvernig lífið á bænum þeirra er.

„Það er fallegt að sjá hvað er að gerast hjá börnunum, að horfa á þau taka þátt í ræktun matarins og fá skilning á því hvað matur er og hvaðan hann kemur,“ segir Reed. „Ég byrjaði á að tengja á milli þess sem þú gerir fyrir plánetuna og þess sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Þetta er þróun og lífslöngun.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by iansomerhalder (@iansomerhalder)

Somerhalder ræddi einnig nýja lífsstílinn við E! News í nóvember, lífsstíl sem hann viðurkennir fúslega að sé mikil vinna. Lýsti hann nýju lífi sínu sem bóndi sem „2.0 útgáfan okkar“.

„Það er ótrúlegt þegar þú sérð þessar ólíku skepnur allar og hvernig þær búa allar saman á bænum er virkilega sérstakt. Við erum bændur, við framleiðum mest af okkar eigin mat. Ég bý í kúrekastígvélunum mínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram