Jeff Bezos, stofnandi netverslunarrisans Amazon og einn ríkasti maður heims, fagnaði sextugsafmæli sínu á dögunum.
Unnusta hans, fjölmiðlakonan Lauren Sánchez, mætti að sjálfsögðu í afmælið og hefur klæðnaður hennar vakið mikla athygli.
Hún klæddist gegnsæjum blúndukjól frá Dolce & Gabbana og svörtum g-streng undir.
Netverjar hafa haft ýmislegt að segja um kjólinn en það var fjölmiðlakonan Megyn Kelly sem hafði mest um hann að segja. Hún fór hörðum orðum um fataval Sánchez.
Lauren Sánchez hits Milan hand-in-hand with Jeff Bezos wearing sheer bustier dress https://t.co/uzDfAoBL3g pic.twitter.com/tmZWUdIDHh
— Page Six (@PageSix) January 17, 2024
„Sorrí, en hún lítur út eins og mella […] Þú lítur út eins og mella! Og þú ert með einum ríkasta manni í heimi,“ sagði Kelly í útvarpsþættinum The Megyn Kelly Show á miðvikudaginn.
„Er þetta nýjasta tískan, að klæðast g-streng og kynþokkafullum brjóstahaldara, og svo bara einhverju blúndu dæmi yfir?“
Hún sagði jafnframt að hún væri ekki að reyna að vera „einhver tepra“ en að henni þyki að „við sem samfélag séum að glata einhverju.“
„I’m sorry, Lauren Sanchez looks like a hooker…and you’re dating one of the richest men in the world. Try to be a little classy.“ @MegynKelly reacts to Lauren Sanchez’ new look. Watch the FULL clip – https://t.co/8TSdJRkAGH pic.twitter.com/qjmxqbiHUw
— The Megyn Kelly Show (@MegynKellyShow) January 17, 2024
Sjá einnig: Jeff Bezos og Lauren Sánchez höfð að háði og spotti fyrir „smekklausa“ og „stórfurðulega“ myndatöku