fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Bandarísk kona smakkaði íslenskt nammi en áttaði sig á stórkostlegum mistökum sínum stuttu síðar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 19. janúar 2024 09:10

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska konan Ellie, sem er búsett í London í Bretlandi, var í heimsókn á Íslandi fyrir stuttu. Hér keypti hún alls konar nammi – sem hún hélt að væri íslenskt – sem henni datt í hug að fylgjendum hennar á TikTok gæti þótt gaman að sjá hana smakka.

Það kom þó smá babb í bátinn þegar það kom í ljós að allt nammið í fyrsta myndbandinu var alls ekki íslenskt, heldur sænskt. Hún smakkaði Bubs hauskúpurnar og Daim súkkulaðið.

@weganz0 Trying icelandic candy!!! This was super fun, stay tuned for part 2 🙂 #iceland #americaninlondon #icelandicfood #bluelagoon #reykjavik ♬ original sound – Ellie

Í næsta myndbandi smakkaði hún loksins eitthvað íslenskt, súkkulaðistykkið Prettyboi“Choco“ frá Góu.

„Auðvitað varð ég að kaupa Prettyboi“Choco“ því það er bara sprenghlægilegt,“ sagði hún.

Hún var alls ekki hrifin, en það var lakkrísinn sem henni þótti ekki góður. „Nei takk, nei takk,“ sagði hún skelfd á svip.

Næst smakkaði hún búlgarískt nammi sem heitir Zeffo og svo Lion súkkulaðistykki, sem er ekki íslenskt.

@weganz0 Apparently my “Icelandic” candy is mostly Swedish… I tried. #iceland #americaninlondon #icelandicfood #bluelagoon #reykjavik #swedish #candy ♬ original sound – Ellie

Í þriðja hluta smakkaði hún þó aðeins meira íslenskt en viðurkenndi að þessi smökkun hingað til hafi misheppnast stórkostlega.

„Það er búið að láta mig vita að ég er kjáni og að mestmegnið af þessu nammi er ekki íslenskt,“ sagði hún kímin.

Ekki hrifin af lakkrís

Ellie smakkaði stjörnurúllu frá Apollo og var ekki hrifin, enda lakkrísnammi.

Hún smakkaði síðan MilkyWay súkkulaði, en sagðist finna mun á bandarísku framleiðslunni á MilkyWay og þessu, hún fann meira hnetubragð af því sem hún keypti hérlendis.

En svo kom að alíslensku nammi, Hraun súkkulaðistykki, en hún keypti túristaútgáfuna af því sem kallast „LAVA“.

„Ég er mjög spennt að smakka þetta því þetta er alveg íslenskt nammi. Þetta var í öllum gjafavöruverslunum og öllum nammibúðum,“ sagði hún. Henni þótti Hraun mjög gott.

@weganz0 The saga has ended. My apologies to every Icelander 🫣 #iceland #americaninlondon #icelandicfood #bluelagoon #reykjavik #swedish #candy ♬ original sound – Ellie

Svo smakkaði hún KiMs snakk, sem er danskt merki.

„Ég vona að þið nutuð þess að sjá allt nammið sem ég keypti á Íslandi. Ég naut mín í botn þar og elskaði matið þarna, nammið er frábært og ég get ekki beðið eftir að fara aftur,“ sagði hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram