fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Fjölskyldudrama Doja Cat – Bróðir hennar að gera alla brjálaða

Fókus
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 08:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem bandaríska söngkonan Doja Cat eigi ekki sjö dagana sæla um þessar mundir því móðir hennar hefur farið fram á nálgunarbann yfir eldri bróður hennar vegna ofbeldis sem hann er sagður beita.

Doja Cat, sem heitir Amala Ratna Zadile Dlamini, er ein vinsælasta tónlistarkona heims um þessar mundir en í skjölum sem móðir hennar lagði fyrir dómstól í Los Angeles á dögunum – og Page Six vitnar til – kemur fram að eldri bróðir hennar hafi beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi að undanförnu. Hún þurfi því á vernd að halda frá bróður sínum sem er tveimur árum eldri en hún.

Í skjölunum segir að bróðirinn, Raman Dalithando Dlamini, hafi „slegið tennur“ úr söngkonunni og veitt henni aðra áverka. Þá hafi hann talað með mjög niðrandi hætti til hennar, skemmt eigur hennar og hún óttist um öryggi sitt.

Móðir þeirra systkina, Deborah Elizabeth Sawyer, segir að Raman hafi einnig sýnt henni ógnandi tilburði og hótað henni lífláti í nokkur skipti. Hefur þetta ástand staðið yfir í nokkurn tíma og er nýjasta atvikið frá þessu ári, að því er fram kemur í skjölunum.

TMZ greinir frá því að Deborah hafi fengið tímabundið nálgunarbann á son sinn en Doja Cat þurfi að leggja sjálf fram slíka beiðni. Það hefur hún ekki gert eftir því sem næst verður komist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum