fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Beggi fer á stefnumót í von um að finna framtíðareiginkonuna

Fókus
Mánudaginn 15. janúar 2024 14:09

Mynd/Instagram @beggiolafs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, veit upp á hár hvað hann vill og vill ekki á nýju ári. Hann skrifaði niður lista af markmiðum fyrir árið 2024, eða í rauninni hvers konar „orku“ hann ætlar að sækjast í og gefa frá sér á nýju ári.

Fyrsta sem hann nefnir er „alpha“.

Hugmyndin um alfa karlmann er fengin úr dýraríkinu en það er karldýrið sem fer með völdin.

Skjáskot/Instagram

Næsta sem Beggi nefnir er að hann ætlar ekki að biðjast afsökunar á því að vera hann sjálfur.

Hann ætlar líka að tala minna og hlusta meira. Hann ætlar að fara á stefnumót með það í huga að hjónaband sé á borðinu, „deita til að giftast,“ eins og hann segir.

Hann segist ætla að vera „all in“ í verkefni og nefnir ofurhetjuna Batman í því samhengi.

Beggi ætlar að hlæja og leika meira, ofhugsa minna. Skrolla minna í gegnum samfélagsmiðla en deila meira á miðlunum.

„Afslöppun er ellilífeyrisþega, hvíld er fyrir börn,“ segir hann og bætir við að standardinn sem hann mun setja fyrir sjálfan sig – sem og aðra – sé hár.

Hann nefnir fleiri hluti eins og má sjá hér að neðan.

Skjáskot/Instagram

Við óskum Begga góðs gengis á nýju ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?