fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Segir meinta móðgun sína við Mörtu Maríu byggða á trúnaðarbrest og misskilningi – „Að sjálfsögðu lít ég á hana sem blaðamann“

Fókus
Laugardaginn 13. janúar 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átök innan Blaðamannafélags Íslands (BÍ) birtust almenningi í vikunni er Hjálmari Jónssyni, framkvæmdastjóra félagsins til áratuga, var sagt upp störfum eftir að trúnaðarbrestur átti sér stað milli hans og stjórnar félagsins. Stjórnin greindi frá því að ekki væri hægt að vinna með framkvæmdastjóra sem neitaði að framkvæma, og að sama bragði sagðist Hjálmar neita að framkvæma það sem hann teldi ganga gegn hagsmunum félagsmanna, og það að fyrirmælum formanns sem hefði ekki svarað fyrir alvarlegar ávirðingar sem á hana hafi verið bornar varðandi skattaskil. Félagsmenn virðast skiptast í tvennt eftir því sem þeir styðja fráfarandi framkvæmdastjóra eða sitjandi formann, en til stendur að halda aðalfund á næstunni þar sem Sigríður sækist eftir endurkjöri. Gefst þar báðum fylkingum kostur á að koma skoðun sinni á framfæri og fróðlegt að sjá hvað verður.

Blaðamaðurinn Þórarinn Þórarinsson tjáði sig óbeint um átökin í færslu á Facebook þar sem hann sagðist vona að styrkir úr sjóðum BÍ yrðu eftir sem áður greiddir út þó svo að Hjálmar væri horfinn á braut.

Marta María Winkel Jónasdóttir, blaðamaður og fréttastjóri dægurmála mbl.is, skrifaði í athugasemd við færsluna að sjálf hafi Marta sagt sig úr BÍ og gengið í annað stéttarfélag, sökum ummæla sem Sigríður Dögg hafði látið falla á samningafundi með Samtökum atvinnulífsins.

„Ég skipti um félag á árinu eftir að ég komst að því hvað SDA hefði sagt á samningafundi með SA“

Marta fór ekki nánar út í meint ummæli en sagðist hugsanlega greina betur frá málinu opinberlega á næstu vikum enda „mjög áhugavert.“

Sigríður Dögg sá þessi ummæli Mörtu og ákvað sjálf að svara fyrir málið. Hún skrifar á Facebook að Marta sé líklega að vísa til sögusagna um að Sigríður Dögg hafi sagt Mörtu ekki vera blaðamann á téðum fundi með Samtökum atvinnulífsins. Þetta sé þó ekki rétt heldur hafi Sigríður notað Mörtu sem dæmi um blaðamann sem ekki sé að skrifa „beinharðar fréttir“ en samt að stunda blaðamennsku.

„Ég heyrði af því fyrir um ári síðan, þegar kjaraviðræður BÍ og SA stóðu yfir að Marta María væri að segja frá því að ég hefði sagt á samningafundi að hún væri ekki blaðamaður. Þetta er rangt. Staðreyndin er sú að það sem ég sagði á þessum fundi, sem hún var sjálf ekki á og trúnaður ríkir um það sem þar fer fram, var nákvæmlega þveröfugt við það sem hún var að hafa rangt eftir mér.

Ég er með vitni að því, m.a. fulltrúa SA og RÚV auk BÍ og mbl.“

Téð ummæli megi rekja til umræðu á fundinum um stöðu dagskrárgerðarfólks á RÚV,  hvort það telst til blaðamanna eða ekki. Afstaða Sigríðar er sú að dagskrárgerðarfólk sé ekki síður blaðamenn en aðrir, en RÚV tók ekki undir það með henni.

„Á þessum fundi notaði ég Mörtu Maríu sem dæmi um blaðamann sem væri ekki í beinhörðum fréttum en væri samt að stunda blaðamennsku.

Þegar ég heyrði af þessum misskilningi á orðum mínum hringdi ég í Mörtu Maríu því mér fannst mikilvægt að leiðrétta hann. Að sjálfsögðu lít ég á hana sem blaðamann enda hefði ég aldrei sagt annað en það á þessum fundi.

Í framhaldinu kvartaði BÍ (ég, varaformaður og lögmaður BÍ) til fulltrúa SA undan þessum trúnaðarbresti sem augljóslega hafði orðið. Fulltrúi SA getur væntanlega staðfest það.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“