fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Lét moldríkan eiginmanninn fljúga sér 13 þúsund km til að fullnægja óléttu-cravings – Demantar í eftirrétt

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 13. janúar 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þungaðar konur kannast við að finna fyrir alls konar óléttu cravings á meðgöngunni, oft stórfurðulegum. Einhver matur sem konan gat ekki hugsað sér að borða er nú það eina sem hana hungrar í og er hún viðþolslaus þar til hún er komin með matinn í hendurnar.

Linda Andrade er ein af þessum konum, hún er komin níu mánuði á leið. Andreade er búsett í Dubai ásamt eiginmanni, og nýlega lét hún eiginmanninn fljúga með sig 13 þúsund kílómetra til að komast í matinn sem hana hungraði í, kavíar og og japanskt Wagyu-nautakjöt.

Það segir sig kannski sjálft að eiginmaðurinn er moldríkur. Andrade deilir eyðslusömum lúxuslífsstíl sínum með rúmlega milljón fylgjenda sinna á TikTok. 

Segist hún vera að þjálfa ófætt barn sitt í að hafa dýran smekk og segist hún verða vonsvikin ef barnið mun ekki þrá kavíar og Wagyu nautakjöt.

@lionlindaa my caviar baby🤍 #vlog #shopping #wife ♬ Solas X Interstellar – Gabriel Albuquerqüe

Eftir að hafa gætt sér á kavíar og Wagyu nautakjöti segir Andrade að barnið hafi „hungrað“ í demanta og því fóru hjónin og versluðu fæðingargjöf handa henni, eins og hún kallar gjöfina „push gift“, það er gjöfin fyrir að ýta barninu í heiminn.

„Maður myndi ætla að þar sem ég er komin níu mánuði á leið ætti verð gjafarinnar að byrja á níu, til dæmis 9 milljónir dala, 90.000 dala, 900.000 dala, er það ekki?“ spyr Andrade fylgjendur sína. „Jæja, neinei, maðurinn minn sagði mér að það væri ekki málið, þannig að ég er frekar pirruð, ég er ekki að fæða þetta barn ókeypis.“

Verslunarferðin varð svo til þess að Andrade fann aftur fyrir hungri, þannig að hjónin fóru og fengu sér meiri kavíar. „Mig langaði í kavíar og það þýðir að barnið þráir kavíar svo við fórum að fá okkur meira. Ég veit ekki hvort það er óhætt fyrir mig að borða kavíar, en ekki dæma mig, hann er svo góður. Ég er að ala barnið upp á kavíar og japanska A5 og ég gæti ekki verið stoltari.“

Japanska A5 Wagyu nautakjöt er oft sagt vera besta nautakjöti í heimi og kostar líka sitt.

Kavíar sem var flugferðarinnar virði.

„Maðurinn minn keypti sæta hluti handa mér í dag í skartgripabúðinni svo ég leyfði honum að kyssa mig,“ hélt Andrade áfram. „Mig vantar enn eins og eina alvöru fæðingargjöf (e. push gift) fyrir þetta barn sem ég er að fara að ýta bókstaflega út eftir nokkrar vikur.“

Myndbandið hefur verið skoðað meira en 1,1 milljón sinnum og í hundruðum athugasemda má sjá netverja hneykslast á dýrum lífsstil hennar, meðan aðrir lýstu afbrýðisemi sinni.

„Mér er alveg sama hvað hver segir, þetta er lífsstíll og eyðslusemi sem ég er að leita eftir. Hvar finnur maður svona góðan mann?“ spyr ein kona.

„Þetta barn á eftir að pabbanum um fingur sér.“

„OMG þú ert að lifa lífinu systir.“

Hér segir Andrade frá hversu háa fjárhæð hún hefur til ráðstöfunar mánaðarlega.

@lionlindaa part 2?🥳 #millionaire #wife #shopping ♬ Lovin On Me – Jack Harlow

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram