fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Morð frænda Patriks hafði mikil áhrif á hann – „Maður þarf að lifa einn dag í einu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 12. janúar 2024 09:52

Patrik Atlason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, ræddi stuttlega um morð frænda síns við Kristínu Sif í Dagmálum á Mbl.

Áfallið var gríðarlegt fyrir fjölskylduna og sagði Patrik þá lífsreynslu líklegast vera sú sem hafði mest mótandi áhrif á hann.

„Á ég ekki bara að segja árið 2010 þá var frændi minn myrtur. Þannig að ég segi að maður hafi lært helvíti mikið af því hvað lífið er bara stutt og maður þarf að lifa einn dag í einu og hafa gaman að þessu og ekki láta neitt utanaðkomandi stoppa sig því maður veit aldrei hvað getur gerst,“ sagði hann.

Hitti hann í Bónus

Gunnar Rúnar Sigurþórsson varð Hannesi Þór Helgasyni að bana með hrottalegum hætti árið 2010. Hannes var móðurbróðir Patriks.

Fyrir nokkrum árum hitti Patrik hann í Bónus og dró upp síma sinn og tók upp myndband af fundi þeirra sem hann birti síðan á samfélagsmiðlum sem vakti gríðarlega athygli. Þá var Patrik ekki orðinn þjóðþekktur tónlistarmaður enda ekki búinn að gefa út sinn fyrsta smell.

Sjá einnig: Jós svívirðingum yfir morðingja frænda síns í Bónus: Furðar sig á því að hann gangi laus – „Mér brá helvíti mikið, ég bara fraus“

„Mér brá helvíti mikið, ég bara fraus. Ég er búinn að undirbúa mig fyrir þetta svolítið lengi, ég stoppa stundum eitthvað fólk úti á götu sem líkist honum og tékka hvort það sé hann,“ sagði hann í samtali við DV á sínum tíma.

„Myrtir þú ekki frænda minn?“ sagði Patrik við Gunnar í upphafi myndbandsins. „Jú,“ svaraði Gunnar og jánkaði með höfðinu. „Og þú ert bara laus?“ spurði Patrik þá. „Ég er laus,“ sagði Gunnar við því. „Djöfull ertu ógeðslegur,“ sagði Patrik svo að lokum. Gunnar sneri sér þá við, sagði „takk fyrir“ og gekk svo í burtu.

Þetta var árið 2021 og sagði Patrik vilja svör við því hvers vegna Gunnar sé laus.

Gunnar var árið 2011 dæmdur í 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir morðið sem hann framdi. Hann var láinn laus árið 2019.

„Ég væri til í að fá einhver svör frá Fangelsismálastofnun. Hver eru rökin fyrir því að hann er laus?“ sagði Patrik við DV. „Ég bara næ því ekki. Ég skil ekki á hvaða landi þessi maður væri laus, öðru landi en Íslandi. Að hann eigi að fá að vera laus fyrr fyrir góða hegðun, það er bara galið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram